Kirkjuritið - 01.01.1948, Blaðsíða 98
96
KIRKJURITIÐ
Jólablað Kirkjublaðs
kom út fyrir jólin, vandað sem fyrr að öllum frágangi og
prýtt fjölda mynda. í því eru ýmsar góðar greinar og ljóð.
Fjársöfnun til bágstaddra barna
verður nú hafin hér á landi, og væntir Kirkjuritið þess, at
landsmenn bregðist við henni fljótt og vel. Rauði kross Island;
hefir forystuna.
Séra Árni Þórarinsson, prófastur,
andaðist að heimili sonar síns hér í bænum 3. febrúar 88 ára
að aldri.
Prestsvígsla.
Séra Jóhann Hlíðar var vígður prestsvígslu af biskupi landsins
í Dómkirkjunni sunnudaginn 18. janúar. Honum er ætlað fyrst
um sinn að starfa í þjónustu kristniboðsfélaganna hér á landi,
en hyggst síðan að sækja um prestsembætti í þjóðkirkjunni.
Minningarguðsþjónustur
voru haldnar í kirkjum landsins á aldarafmæli séra Valdimars
Briem, 1. febrúar. Biskupinn flutti minningarræðu í Stóra-
Núpskirkju.
Kirkjuráðsfundir.
Fyrstu fundir í nýkjörnu kirkjuráði voru haldnir 22. og 23.
janúar. Frá þeim segir nánar í Kirkjublaði.
★
KÁPA KIRKJURITSINS.
Myndina framan á kápu Kirkjuritsins hefir Stefán Jónsson
dregið.
MYNDIN AF SÉRA VALDIMAR BRIEM
á bls. 3, er tekin eftir málverki Ásgríms Jónssonar af séra
Valdimar á sextugsaldri.
í NÆSTA HEFTI
Kirkjuritsins mun birt ritgerð um norska skáldið séra Petter
Dass eftir dr. Richard Bech, prófessor.
RITSTJÓRN KIRKJURITSINS.
Ritstjórn Kirkjuritsins.
Vegna annríkis getur Magnús Jónsson, prófessor, ekki fyrst um
sinn haft á hendi ritstjórn Kirkjuritsins nema að m.iög litlu leyti.