Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 5

Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 5
Með ári nýju, íslandskirkja. I. Aldurhniginn vinur minn, sem lézt á liðnu ári eftir langa legu, mælti svo stundum, að hann vildi gjarnan lifa lengur. Ekki svo að skilja, að hann óttaðist dauðann — því fór fjarri, heldur langaði hann til þess að fá að fylgjast með því, hvernig réðist fram úr vandamálum veraldar- innar á þessum tímum, og sjá aftur morgna. Svo var honum það ljóst, hvílíkir örlagatímar nú standa yfir. Er oss það ekki einnig? Vér höfum séð fjóra reiðmenn fara um jörðina, líkt og segir í Opinberunarbókinni. Vér höfum séð harðstjórann: Við hans fætur fallinn gisti fjöldi lýðs, er völdin missti, og hans dreyrug klæði kyssti. Og vígamanninn: Hrundi blóð af brandi rauðum, björg hann hlóð af náum dauðum, stundi þjóð af þúsund nauðum. Og kvalarann: Eftir honum hungurbleikur hryggðarmúgur skreiddist veikur, líkt sem kaldur kolareykur. Aftast fór hinn allra mesti — uggur stóð af heljargesti — Bani fram á bleikum hesti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.