Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 7
MEÐ ÁRI NÝJU, ÍSLANDSKIRKJA
5
ingar í vorar hendur. Islenzk eimskip rista höfin til ann-
arra landa og heimsálfa. Árabátar þoka fyrir vélknúnum
skipum. Mannshöndin tekur fleiri og fleiri vélar í þjón-
ustu sína, en gömlu verkfærin hverfa að sama skapi. Bílar
eru komnir í stað klyfjahesta og vagna. Fallvötnin senda
frá orkuverum ljós og yl um borg og byggðir og hefja
iðnað til vegs í landinu. Stórverksmiðjur rísa, sem eiga
að fullnægja brýnum lífsnauðsynjum. Ný landnámsöld er
runnin, tækni og velmegunar.
En hvað er um andlegu framfarirnar? Samsvara þær
hinum ytri? Ef svo er ekki, erum vér í mikilli hættu
stödd.
Sömu siðferðisbrestir fara ískyggilega í vöxt með oss
sem með öðrum þjóðum handan við höfin.
Afbrot barna og unglinga aukast svo, að þyngra er en
tárum taki. Siðferðilegt los grefur um sig eins og átumein,
svo að nýlega varð vitrum manni að orði: ,,Áður lifðu
margir að vísu eins og skepnur, en þeir syndguðu þó með
vondri samvizku. Nú virðast þess konar hömlur óðum
hverfa.“ Áfengisnautn vex. En manndóm, drenglund, þegn-
skap margra þrýtur.
Þannig mætti halda áfram að telja. En hví skyldi það?
Þess gjörist ekki þörf. Þetta nægir til þess að sanna, að
meira en lítið amar að andlegu lífi þjóðar vorrar.
Og það er hlutverk kirkjunnar — samfélags kristinna
manna í landinu — að leitast við að ráða bót á því.
III.
Á hvað ber kirkjunni að leggja megináherzlu með nýju
ári og á komandi árum, til þess að henni megi auðnast
það?
Hún á að vera einhioga.
Ekki svo að skilja, að allir kirkjunnar menn þurfi að
hafa sömu skoðanir í trúarefnum, enda værum vér þá illa
staddir. Það er ekki nauðsynlegt, jafnvel ekki æskilegt.
Og með hverri nýrri kynslóð skipta trúarhugmyndir mann-