Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 12
10 KIRKJURITIÐ dóminum veldur, og samvizkuna get ég ekki skorið úr yður.“ „Sviðameinið illa grær,“ segir Hallgrímur Péturs- son um „synda undirnar“, er hann nefnir svo. Og hversu margur hefir borið það til banadægurs án þeirrar hjálpar, sem kirkjan hefði mátt veita honum. Ekki alls fyrir löngu var minnzt í útvarpserindi á dæmi- söguna um hirðinn, sem skildi eftir 99 sauðina og leitaði hins eina. Nú er þessi eini, sagði fyrirlesarinn, öruggur í réttinni. Og kirkjan annast þennan litla hundraðshluta af mikilli umhyggju. En köllun hennar er í raun og veru sú, að gjöra allt, sem í hennar valdi stendur, til þess að leita uppi þá 99 í óbyggðinni. Hún verður að fara til þess ýmsar leiðir, þær er henta bezt hverjum um sig, svo að allir undantekningarlaust fái notið styrks frá henni. Og þó eru leiðirnar í dýpstum skilningi aðeins ein, kærleiksleiðin. Skriftir verða að hefjast á ný í kirkju vorri, eða eins og það hefir verið orðað á líkingamáli: Skriftastóllinn að rísa hjá prédikunarstólnum. í þeim efnum er kaþólska kirkjan fremri. Það var heldur aldrei ætlun Lúters, að skriftirnar legðust niður. En þær þurfa ekki að vera bundn- ar við prestastéttina eina. Innan lútersku kirkjunnar eru læknarnir ef til vill þeir skriftafeður, sem menn leita einkum til í raunum sínum. Að líkindum koma prestarnir þar næstir og svo blátt áfram tryggir og góðir vinir. Allir eiga þeir kost á að vinna það kristilega og kirkjulega starf, er mestu varðar, og gegna þannig hinum almenna prestsdómi. Þetta er vandamesta verk kirkjunnar og hið nauðsynlegasta, því að sorg etr hjarta, ef þú segja né náir einhverjum allan hug. Kærleikurinn einn kennir, hvernig það skal inna af hönd- um, að lítið skal tala, en allt af fullri einlægni, hlusta vel

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.