Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Síða 19

Kirkjuritið - 01.01.1954, Síða 19
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON BISKUP 17 Hann leggur þar út af orðum Páls postula í fyrra Kor- intubréfi: Sérhver athugi, hvernig hann byggir ofan á. Því að annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Hann segir þar m. a.: „Guð hefir sjálfur lagt grundvöll- inn, hinn hæsti höfuðsmiður himins og jarðar, eins og feður vorir komust að orði.“ Og á öðrum stað segir hann: „Ekkert ævistarf — eng- inn steinn í framtíðarbygging fslands, menningar þess og lýðfrelsis, má vera svikinn — aðeins einn steinn, illa lagð- ur, getur valdið hruni.“ Ég vil hefja mál mitt með því að segja, að eftir 40—50 ára viðkynningu við þennan mann, tel ég, að fáir geti með betri samvizku en hann tekið sér þessi orð í munn. Fyrst: Grundvöll lífs okkar verðum við að þiggja að gjöf frá hinum hæsta höfuðsmið. En því næst, og þar vill oft bresta á hjá okkur flestum: Vér eigum sjálfir að byggja ofan á. Og þar má ekkert svikið vera. Mér er sem ég sjái mynd heiðursgestsins okkar í kvöld í þessum orðum: Enginn steinn má vera svikinn. Aðeins einn steinn, illa lagður, getur valdið hruni. Hin ríka, ósveigjanlega, undantekningalausa skyldurækni "— mér hefir alltaf fundizt hún vera megin einkenni pró- fessors Ásmundar Guðmundssonar. ★ Fundum okkar hefir sennilega borið fyrst saman fyrir r®tt um hálfri öld — svona gamlir erum við nú orðnir. En ég man lítið eða ekkert eftir honum frá þeim sam- fundum okkar — í latínuskólanum — og hann man senni- lega ekki heldur eftir mér frá þessum tíma. Ég var ekki 1 skóla nema einn vetur, 1903—04, og þá var heiðurs- gesturinn okkar þar líka. Ég var þar í 3. bekk, einhverj- uai stilltasta bekk skólans, en hann? — Hvar var hann? Hann var í 2. bekk, ólátabekknum fræga, sem var að

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.