Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 23

Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 23
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON BISKUP 21 forustumenn, orðið svo sundurleitir, að mér og ýmsum öðrum mundangsmönnum getur ofboðið. En ég segi það alveg satt, að ég dáist að ofsamönnun- um, þegar þeir eru það af skynsemd og velvild, í hvora áttina, sem þeir vilja halda. Ég sé í þessu einhvern spá- oiannsins móð, einhvern glóandi kerúbsins altarisstein, sem gefur orð að mæla og lífinu salt og annað krydd. Og eftir allt er stríðið líf og lífið stríð. ★ Þessi ræða mín fer að verða of löng. En hvað skal segja, þegar umtalsefnið er stórt? Mér finnst ég í raun og veru eiga flest eftir, sem ég vildi sagt hafa, en hugga mig við að aðrir muni hér um bæta, og tala um prestsstarf hans vestan hafs og austan, kennslu hans í háskólanum, kennslu hans utan háskólans og skólastjórn, um hinn mikla ís- lenzkumann, um formann og drifkraft Prestafélags Islands o. s. frv. En einu get ég ekki alveg sleppt, því að það er í raun °g veru það, sem ég hefði viljað tala um hér, og það, sem fyrst og fremst hefir mótað mynd mína af heiðursgest- mum, en það er maðurinn Ásmundur Guðmundsson, sem eg hefi nú verið með og starfað með, meira og minna, UPP undir hálfa öld. En þar vandast málið, því að þótt ekkert sé til stærra en mótaður persónuleiki, ekkert betra en góður vinur og ekkert áhrifameira en mikilhæfur og Ijúfur samferðamaður á lífsleiðinni og samstarfsmaður í mvistarfinu — þá er ekkert til, sem erfiðara er að lýsa með orðum en einmitt þetta. Ég bregð því á léttara hjal, og byrja á því, að lýsa við- burðalitlu ferðalagi, sem við áttum saman á ungdómsár- Unum. Þetta var að vísu langt ferðalag, alla leið vestur í miðja Ameríku. Ferðalög eru sérstaklega vel fallin til kynningar. Þau omangra tvo eða örfáa menn frá öllum öðrum, slíta þá Ur venjulegu umhverfi, sópa öllum hversdagsins umbúðum af» daglegum störfum og áhyggjum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.