Kirkjuritið - 01.01.1954, Síða 44
42
KIRKJURITIÐ
og listmunir, sem rænt var úr kirkjum og klaustrum og
bræddir í skotsilfur. Leiguþjónar Danakonungs höfðu
brennt sum skjalasöfn klaustranna, fræðum vorum og
bókmenntum til óbætanlegs tjóns. Þessu varð ekki aftur
skilað. En verulegur hluti þessa dýrmæta fortíðararfs
var þó varðveittur fyrir umhyggju Islendings en ekki
Dana. Þessum handritum var komið til geymslu í Kaup-
mannahöfn út úr neyð, eftir að Danir höfðu leikið íslend-
inga svo grátt í verzlun, að þeir áttu ekki framar nýti-
legt þak yfir þau. Það er því auðsætt, að Danir hafa ekki
snefil af siðferðilegum rétti til að halda þessum ritum,
þegar þess er gætt, hvers vegna þau eru til þeirra komin.
Og þar sem nú varla nokkur danskur maður lítur framar
í þau, þá hefði mátt vænta þess, að Danir hefðu talið það
sjálfsagða kurteisisskyldu, og að með því gætu þeir að
einhverju leyti bætt fyrir brot fortíðarinnar, að skila þeim
til réttra eigenda. En því fer fjarri, að svo hafi reynzt.
Sú nefnd danskra fræðimanna, sem danska stjórnin setti
í þetta mál, þæfði það árum saman og varð síðan svo
sundurþykk um tillögur sínar, að starf hennar var einskis
virði. Þess ber að vísu að geta með þakklæti, að ýmsir
málsmetandi Danir hafa á opinberum vettvangi stutt
drengilega málstað fslendinga. En þeim mun lúalegri er
áróður sá, sem nýlega var hafður í frammi af háttsettum
lærdómsmönnum í Kaupmannahöfn, er þeir efndu til sýn-
ingar á þessum handritum án þess að geta íslendinga þar
að neinu. Lét einn helzti bókmenntafræðingur Dana þau
orð falla við opnun sýningarinnar, að handritin væru
dýrmætasta þjóðareign Dana, meira virði en Listasafn
ríkisins, Glyptotekið og Þjóðminjasafnið til samans. Því
að þjóðarvitund Dana væri þessum sagnafjársjóði að
þakka, og án hans hefði þjóðin ekki varðveitt tilveru sína.
Það vekur furðu, að menntaðir menn skuli standa að
jafnauvirðilegum áróðri gegn því, að íslendingum séu af-
hent handritin. Því að ef það er rétt, að íslendingar hafi
bjargað þjóðarvitund og þar með þjóðarsjálfstæði Dana