Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 14
252 KIRKJURITIÐ vora, kenningar vorar eru jafntakmarkaðar og vér erum sjálf. Trúin er annað og meira. Hún er tilfinningin fyrir hin- um lifanda Guði, sem býr eilífur og ólýsanlegur í því ljósi, sem enginn fær til komizt. Hún birtist í lotningu, trausti og bæn, sem knýtir þráðinn milli hins stundlega og eilífa. Trúarreynsla allra þjóða er þessi, að sá öðlast, sem biður, krafti af hæðum er úthellt yfir jarðneskt líf, ef viðtöku- skilyrði eru fyrir hendi. En það er trúin og bænin, sem stillir hugina til samfélags við hin æðri máttarvöld. Lik reynsla er af þessu í öllum hinum æðri trúarbrögðum og hér er því unnt að mætast í skilningi. En það eru umbúðimar utan um þennan kjarna, sem villa svo mörgum sýn og skapa sundrung. Auðvitað hlýtur hið innra trúarlíf að vera bundið einhverjum hugmyndum og klæðast einhverjum búningi. Trúarkenningar myndast, helgisiðir og trúarstofnanir. Við þessu er í sjálfu sér ekkert að segja, trúarorkan hlýtur að hafa eitthvert form. En nauðsynlegt er að skilja, að formið er tímabundið, háð stund og stað, menntunar- og menningarstigi þjóðanna, þó að reynslan, sem liggur til grundvallar, kunni að vera áþekk. Því ber að varast það, að gera stofnunina að fang- elsi, kenningarnar að fjötram og helgisiðina að innihalds- lausu prjáli. Þetta gerist, þegar nýir tímar fara að hönd- um, ný vísindi og nýir siðir. Menn halda þá dauðahaldi í hinn gamla sið, einmitt af því að þeir skilja ekki, að trúin sé annað en siðir, þeir halda, að trúin felist í kenningunni og stofnuninni, en skilja ekki, að þetta var aðeins tímabund- inn búningur innri reynslu, sem ávallt hefir birzt með ýmsu móti í lífssögu kynslóðanna, og mun gera það til daganna enda. Ef menn hins vegar rugla þessu saman í huga sínum og kunna ekki að gera greinarmun á því, þá kæfir alltaf formið trúna áður en lýkur, þá sigrar stofnunin andann, trúarbrögðin verða að sið. Tilfinningin fyrir hinum lif- anda Guði þverr að því skapi, sem meiri orku er varið til að fjandskapast um tímabundnar kenningar, og stofnunin

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.