Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 16

Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 16
254 KIRKJURITIÐ aðarstarfa. Eftir að hann hafði gegnt forsetastarfi við marga háskóla á Indlandi, gerðist hann fulltrúi Indlands í framkvæmdarnefnd UNESCO 1946 og brátt forseti nefndarinnar, og hafði þá aðsetur í París. Síðan var hann um stund sendiherra í Sovét-Rússlandi, og nú síðast frá 1951 varaforseti Indlands og býr í Nýju Dehli. Hann er talinn mesti núlifandi hugsuður Austurlanda. Skyldum vér ekki geta eitthvað af honum lært? Berdyaev. Á því hinu sama þingi, sem nú hefir verið drepið á, var annar maður, sem þá var tekinn að vekja mikla athygli sem frumlegur og sérkennilegur trúspekingur, en það var Nicholas Berdyaev. Hann flutti þarna fyrirlestur um trú- arbrögðin og bræðralag mannkynsins. Vér lifum á grimmri og miskunnarsnauðri öld, sagði hann, þegar hatur og úlfúð ríkir milli þjóða og blásið er að fjandskap milli einstaklinga, stétta og stjórnmálaflokka. Þeir, sem finna sárt til þessa ófremdarástands og þrá ein- ingu og frið, snúa augum sínum til trúarbragðanna í þeirri von, að þau séu þess umkomin að bæta úr þessu. En er það nú svo? Enginn efi er á því, að grundvöllurinn undir öllum öðrum friði er innri friður og eining. Samt hefir trúarbrögðunum mistekizt. Þau hafa sjálf orðið eitt af ófriðarefnunum. Sérhver ofstopamaður í trúarefnum er óhæfur til að meðtaka sannleika Krists. Trúarofsinn er jafnvel enn háskalegri sálinni en stjórnarfarslegt flokksofstæki og þjóð- ernisgorgeir, og er þó allt þetta af hinu illa. Hans vegna hafa menn verið hjólbrotnir og brenndir á báli. Og ef minna ber á trúarofsa nú en stundum fyrr, þá er það ekki fyrir annað, en að trúaráhuginn er nú minni og efnis- hyggjan meiri. Þó þykist hver góður af sinni kreddu og fjarri fer því, að nokkur eining eða bræðralag sé um þessa hluti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.