Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 26

Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 26
264 KIRKJURITIÐ Veizlustjóri var Sigurþór Halldórsson oddviti. — Voru margar ræður fluttar og mikið sungið. Ræðumenn voru auk veizlustjóra séra Bergur Björnsson prófastur, sem færði Kjartani Jóhannessyni fallega gjöf frá kirkjukórum Mýraprófastsdæmis með þakklæti fyrir vel unn- in störf í þágu kirkjusöngsins í sýslunni. Kjartan þakkaði. — Eimfremur tóku til máls Sigurður Birkis söngmálastjóri, séra Leó Júlíusson, Halldór Sigurðsson söngstjóri, Finnur Árnason, formaður Kirkjukórasambands Borgarfjarðarprófastsdæmis, og séra Þorgrimur Sigurðsson frá Staðarstað. Klukkan 6 voru hljómleikarnir endurteknir, og var fullt hús í bæði skiptin, var hrifning svo mikil, að kórarnir urðu að endurtaka mörg af lögunum. Mót þetta var til mikils sóma fyrir alla, sem að því stóðu. Óskar Eyvindur Guðmundsson orgelleikari lézt í bifreiðarslysi norður í Svarfaðardal þann 4. janúar s.b Hann var fæddur 24. maí árið 1932 að Eiríksstöðum i Svartár- dal og var því 21 árs að aldri, er hann lézt. Hann lærði ungur að leika á orgel. Veturinn 1951—1952 stundaði hann nám í söngskóla þjóðkirkjunnar í Reykjavík, þar sem hann fullnumaði sig í orgelleik. En í lok söngskólans hinn 23. maí 1952 var útvarpað úr Dómkirkjunni orgelleik nokkurra nemenda skólans, og var Óskar heitinn meðal þeirra, er þar komu fram, og er það skoðun min og margra annarra, að hann hafi verið þeirra snjallastur, enda var kirkjutónlistin hans mesta áhugamál og henni helgaði hann krafta sína. Það er mikil eftirsjá í svo mikilhæfum tónlistarmanni sem Óskar heitinn var. Hann var orgelleikari í Bergsstaðakirkju og söng- stjóri kirkjukórsins þar, og harma kórfélagarnir hið sviplega fráfall söngstjóra síns. ÍJtför hans fór fram frá Bergsstaðakirkju hinn 19. janúar s.l. að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Birgir Snæbjörnsson sóknarprestur að Æsustöðum jarðsöng, og karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps söng. GuSm. Kr. GuSnason.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.