Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 31
FRÁ STARFI PRESTS 269 nkisráðherra íslands fæddur og uppalinn á einni þeirri jörð, sem nú er allt útlit fyrir að sé að fara í eyði vestur á. Rauðasandi, ásamt fleiri jörðum þar, fyrir þá miklu erfiðleika í samgöngum, sem þar eru og ég hefi lýst hér að framan? Kr. 20000.00 fá Rauðsendingar í ár úr ríkis- sjóði til vegabóta um sína fögru og einkar gróðursælu byggð. Til samanburðar eru veittar kr. 200000.00 til vega- gjörðar á öðrum stað í sama hreppi, og er gott til þess að vita og munu ýmsir njóta, en þar mun mest hafa rekið eftir þörfin á að fá akveg að hinu nýja heimili, sem verið er að reisa í Breiðavík yfir svokölluð vandræðabörn þjóð- félagsins, — þ. e. börn frá þeim heimilum bæjanna eða fjölbýlisins, sem ýmsra hluta vegna rísa ekki undir þeim skyldum, sem lagðar eru á herðar foreldrum eða húsráð- endum í siðuðu þjóðfélagi. f heimili þetta er mér tjáð að komin séu hundruð þúsunda eða milljónir króna, og er þó aðeins um byrjun að ræða. Visast er seint of miklu tilkostað, þegar um er að ræða að hjálpa ómótaðri barnssál eða afvegaleiddu barni til siðferðilegs þroska og manndóms, en dýrt er það í öllum skilningi, og smáþjóð má alls ekki við því, að nokkur einn hennar fáu þegna glatist og heldur ekki að nokkur bregðist skyldu sinni og kasti henni yfir á herðar annarra. — En er nokkuð við þessu að gera? kann margur að spyrja. Eru ekki alls staðar til vandræðaheimili og vand- ræðabörn? Vísast er slíkt of víða til. En hvar eru upp- eldis- og þroskaskilyrðin bezt? Hvort munu fleiri vand- ræða- og afbrotabörn send úr sveit til bæjanna eða úr bæjunum inn á sveitaheimilin og kannske ekki sízt þau, sem á útskæklunum eru? 1 Rauðasandshreppi einum, utan hins opinbera barnaheimilis, hafa slík börn dvalið á 6 heimilum í hreppnum. V. Mér finnst landið minnka og þjóðin verða því fátækari, bvi færri hurðir, sem falla að stöfum í sveitum landsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.