Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 32

Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 32
270 KIRKJURITIÐ Og hvers vegna er ógæfubörnum fjölbýlisins, sem orðin eru að eins konar meinsemd í líkama bæjanna og forráða- menn þeirra og aðrir samborgar þar telja sér nauðsyn að losna við, — já, hví er þeim leitað hælis á hinum fámennu, dreifðu heimilum sveitanna? Og ekki aðeins þeim, heldur hundruðum eða þúsundum heilbrigðra og elskulegra ann- arra kaupstaða- og kauptúnabarna. Með hverju vori, þegar skólarnir eru úti, koma þau eins og aðrir geislar vorsins, — koma frá vinaheimilum í bæjunum með reynslu og frama borgarbúans, sem sveitabarnið hefir gaman af að kynnast, en sjálf opin og spurul og sólgin í að tileinka sér hið nýja líf, sem nú blasir við, þyrst eftir töfrum náttúrunnar, lifandi og dauðrar, eins og blóm, sem bíða vökvunar. — Barn er alltaf barn, og það yndislegasta, sem vér þekkjum á þessari jörð. Og þótt fáar séu hendur þær, sem þjónustuverkin vinna, á sumum sveitaheimilun- um og kannske flestum, og því miklu erfiði oft á sig bætt og fyrirhöfn við sinning fleiri barna á heimilinu en fyrir voru, þá er koma þeirra jafnan hátíðarefni, líkt og koma fyrstu blómanna í varpann og lóunnar á túnbalann. Eins og barnið er jafnan bezti sáttasemjarinn á heimil- inu, svo ættu og þessir mörgu en smáu „sendiherrar“ bæj- anna að vera tryggasta vörnin gegn því, að rígur eða mis- skilningur eigi sér stað milli sveita- og bæjabúa. Óvild öll eða metningur þar á milli er bæði hættulegt fyrir- brigði og frámunalega heimskulegt. Eða hvað mundum vér segja, ef höfuð vort færi í meting við hina ýmsu hluta líkamans, svo sem hendur, fætur eða aðra líkamsparta, og teldi þá óþarfa limi? Er ekki hvort tveggja jafn nauð- synlegt, sveit og bær, til þess að þjóðfélag megi blómgast og öllum þegnunum vegna vel? Þess vegna vík ég að því aftur, hvert áfall það yrði gæfu þjóðarinnar og menning um langa framtíð, ef ráðamenn ríkis og bæja héldu þannig á örlaga-kortum fólksins, að íbúar dreifbýlisins sæju sig neydda til að hleypa báti sínum undan brotsjóum erfið- leikanna við myrkur og kulda og vegleysur útkjálkanna

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.