Kirkjuritið - 01.06.1954, Qupperneq 35

Kirkjuritið - 01.06.1954, Qupperneq 35
FRÁ STARFI PRESTS 273 lítill bíll og veikbyggður og alls ófullnægjandi til vetrar- ferðalaga. Spurningin er: Hve lengi sætta menn sig við hin ójöfnu lífskjör — eða öllu heldur, hve lengi halda menn út, hve lengi endist þeim þrek og kjarkur að halda uppi sinni menningarbaráttu við hin tiltölulega frumstæðu skilyrði útkjálkabyggðanna, miðað við og í samkeppni við tækni- Þægindi og önnur eftirsótt lífsgæði bæjanna? Sem hver annar borgari í ábyrgðarmiklu, opinberu starfi um nær aldarfjórðungs skeið, hefi ég reynt að líta á gang uiála svo óvilhallt, sem ég hefi frekast mátt. Fæ ég ekki betur séð en ný vá setjist að þjóðardyrum fyrir hvert býli, sem í eyði fellur. Trúin spillist og tungunnar vörn verður að minni, sem byggðin færist saman og býlum fsekkar. Hver hurð, sem lokast í hinzta sinn á útnesjum lands vors, táknar, að færri bæjabörn njóti ódáinsveiga islenzks f jalla-, dala- og f jarðalofts á sumrum, og um leið, að sá hópur stækki, sem byggja þarf yfir hæli, bæði til sumardvala og ársvista, fyrir milljónir og aftur milljónir króna. Og er þar þó aðeins talað um stofnkostnað slíkra heimila. Margir þekkja svo, hvernig stundum gengur eða tekst til með rekstur sumra opinberra stofnana. Mál það, er hér um ræðir, er miklu alvarlegra en svo, að siðmenntuðum mönnum og ábyrgum sæmi um að sak- ast eða öðrum ófarir að kenna. Ef horfzt er í augu við vandann með bróðurlegum skilningi og löngun til að firra toeinin, þá hlýtur að vera hægt að hjálpa. Góður vilji, ásamt heilbrigðri skynsemi og kristilegu siðgæðisþreki, finnur ætíð færar leiðir. Og ég tel þá hjálp meiri, sem fyrirbyggir slys, en hirðir hinn slasaða, enda þótt þess Þurfi líka með. Það eru sett lög og reglur og fjölmennt lögreglulið kostað til að sjá um, að sett boð séu haldin, og fangelsi eru byggð og betrunarhús. En ekkert af þessu er einhlítt. Siðferðis- og menningar-slysunum fer æ fjölgandi, eftir Því sem mennirnir búa fleiri saman. Hvað er hægt að

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.