Kirkjuritið - 01.06.1954, Síða 36

Kirkjuritið - 01.06.1954, Síða 36
274 KIRKJURITIÐ gera til varnar því, og síðan til sóknar í siðgæðis og þroska átt? VII. Ég þykist sjá eina leið og aðeins eina leið til lausnar á því vandamáli: Aukin siögæðis- og trúaráhrif á hverju einasta heimili í bæ og sveit á landinu. Ég finn ekki, að ég mæli þetta af tilhneiging til stéttaráróðurs, heldur af langri og rólegri íhugun og athugun lífsins sjálfs og sög- unnar. Umbúðalaus og einlæg Kriststrú og óttalaus Guðs- trú, eins og hún birtist t. d. í dæmisögum Jesú, er öllu öðru, sem ég þekki, meii'i öryggisgjafi og hamingjutrygg- ing — hverjum unglingi og fullorðnum manni. Vakandi tilfinning fyrir raunveruleik andlegrar tilveru og návistar Jesú og áframhaldandi vitundar og lífs sjálfra vor að jarð- lífinu loknu er í raun og veru hið eina, sem skapar ábyrga og siðferðilega breytni og gefur lífinu innihald og tilgang. — Og hvar er svo hægt að móta æskuna, og heimilin yfirleitt, áhrifum Krists, anda Krists, trú Krists og trú á Krist? Er það ekki við hjarta íslenzkrar náttúru og tign og alvöru hins kyrrláta sveitalífs? Hvort sem það er kirkj- unnar vígði þjónn eða ung móðir eða lífsreynd amma, eða hver annar sem vera skal, er leiðir unga sál að lind- um helgra fræða, — leiðir hana til Krists, sá hinn sami vinnur betra verk og þjóðhollara en fjölmennt lögreglulið með kylfum og táragasi. Ekki svo að skilja, að lögreglu- lið sé ekki nauðsynlegt. En í einlægni og alvöru talað, þá held ég, að kirkjan sé líklegri en lögreglustöðin til að leysa þetta höfuðvandamál þjóðarinnar. Það er rætt og ritað um þörf þjóðar og einstaklinga á að spara. Og víst er gott, að hóf sé haft í hverjum máta. Verður sumum sú leið helzt sjáanleg til sparnaðar, að fækka um nokkra presta eða prestaköll í landinu. Víst sparast nokkurt fé við það. Aðrir sjá lika tekjuöflunar- leið í sölu meira áfengis. En hvað fylgir þvi, eða hvað kemur í staðinn fyrir þetta hvort tveggja? Er hægt að loka augum fyrir því, að dvínandi Kristsáhrif og Guðstrú

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.