Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 37

Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 37
FRÁ STARFI PRESTS 275 veldur siðferðislosi og margs konar óreiðu, sem því fylgir? Það skyldi þó ekki vera, að hitt yrði öllu meiri búhnykkur, að fjölga prestum, og það svo mikið, að þeir næðu til hvers einasta heimilis sókna sinna með persónuleg áhrif og boðskap Krists, og samfara þessu, að auka kennslu í kristnum fræðum í öllum skólum landsins að miklum mun, °g gera strangar kröfur um val hvorra tveggja, presta og kennara, þeirra manna, er beinust áhrif hafa á siðgæði °g þegnlegan þroska hverrar komandi kynslóðar. En það eru fleiri, sem æskuna móta og skapa ríkjandi tízku í bæ og landi. Hver einasti þegn, og í opinberu starfi ekki sízt, er á hverri líðandi stund að skapa það andrúmsloft eða umhverfi, þá siðgæðis- eða siðleysistízku, sem mótar hinn uppvaxandi lýð, og veldur gæfu eða ógæfu. Siðferði- legir afbrotamenn í ábyrgðarstöðum eru þjóðinni jafnvel enn dýrari en hinir, sem þegar hafa hlotið vist í vandræða- oiannahælum landsins. Til er eitur, merkt þrem krossum mönnum til aðvörunar að það sé lífshættulegt, sé þess neytt. Annað eitur er og til, og mun girnilegra til neyzlu, en á því stendur ekkert hættumerki. Er það og hefir verið þjóð vorri og óðrum þjóðum enn hættulegra en hinn svokallaði Hvíti- öauði og Svartidauði báðir til samans. Engin ein orsök er oieiri til ógæfu einstaklinga og þjóða en hin „gullna veig“, afengið, sem ekki þykir taka að setja neitt aðvörunar- oierki við. — Og það ber enn að sama brunni, þótt ríki Bakkusar sé víðlent á voru landi, þá má sá hamingju- skelfir sín þó einna minnst í sveitum landsins. Hið heil- oæma loft og heilbrigða líf við barm íslenzkrar náttúru er mönnum vörn gegn þeim voða sem mörgum öðrum. VIII. Það er oft, og að verðugu, vitnað í gömlu prestsheimilin 'slenzku, hvílíkar menningar-miðstöðvar þau voru. Þau v°ru þjóðinni meira virði en hægt er að reikna hagfræði- lega. Sumir telja nú hlutverki þeirra lokið, þar sem komnir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.