Kirkjuritið - 01.06.1954, Side 39

Kirkjuritið - 01.06.1954, Side 39
Samtíningur utan lands og innan. Tímabær og athyglisverð er grein próf. Magnúsar Jónssonar í febrúarhefti Kirkjuritsins um húsvitjanir og kirkjusókn. Okk- ur prestum mun ekki hafa verið það eins ljóst og skyldi, hvert órofa samband er hér á milli, að koma til fólksins og vænta þess, að fólkið komi til kirkjunnar. Og betur væri, að þessi þarfa hugvekja næði þeim tilgangi sínum að koma okkur til að rækja þessa skyldu okkar betur heldur en við margir hverjir munum gera nú. ★ Lítil kirkjusókn hefh’ verið mesta vandamál í kirkju okkar undanfama hálfa öld eða sem næst því. Ýmislegt höfum við fundið þessu ástandi til afsökunar. En þeirri staðreynd þýðir ekki að neita, að höfuð — ég vil segja eina — orsökin er áhuga- leysi fólksins á þvi að sækja guðsþjónustuna. Það er engin afsökun að segja, að þetta sé ekkert sérstakt fyrir okkur ís- fendinga. I Danmörku, þar sem allir eru í þjóðkirkjunni eins °g hér, mun vera talið, að kirkjusóknin sé 2—10% af þjóð- inni. Um önnur Norðurlönd er mér ekki kunnugt. I öðrum löndum er þetta ekki eins vel sambærilegt. Þar er fríkirkja °g margir sértrúarflokkar, sem keppa um fólkið. ★ Brezkur kennimaður, sem ferðaðist nokkuð um Bandaríki Norður-Ameríku á síðastliðnu hausti, telur kirkjusóknina þar Lngtum betri heldur en í heimalandi sínu. — Hann heldur, að um það bil helmingur af Bandarikjaþjóðinni sæki tíðir á helgum dögum. Almenningsálitið er kirkjtmni hliðhollt, stuðl- ar að aukinni kirkjusókn. Laugardagsblöðin segja frá, hvað ífam á að fara í kirkjunni daginn eftir, og þau hvetja lesend-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.