Kirkjuritið - 01.06.1954, Síða 41

Kirkjuritið - 01.06.1954, Síða 41
SAMTÍNINGUR 279 InnanríkisráSherrann í stjórn Churchills er Sir David Max- tvell Fyfe — dugmikill gáfumaður —. Nýlega tók hann til öiáls á fundi, sem biskupinn af Peterborough hafði boðað til. Umræðuefnið var: SíöferSileg velferS þjóSarinnar. „Höfuðvið- fangsefni okkar nú,“ sagði ráðherrann, „er að endurskapa i vitund fólksins tilfinninguna fyrir því, að grundvöllur lífsins er andlegur, og að því er nauðsynlegt að tileinka sér kenningu frelsarans.11 ★ A annan dag jóla i vetur voru 13 börn skírð í Siglufjarðar- kirkju. Nöfn barnanna eru talin upp í Æskulýðsblaði Akur- eyrarkirkju. Öll eru nöfnin falleg, og samt eru þau 21 á þess- Urn 13 börnum. Það er fullmikið af því góða. HöfSingleg gjöf til Súðavíkurkirkju. Grimur Jónsson, fyrrverandi útgerðarmaður i Súðavík við fsafjarðardjúp, og kona hans, Þuríður Magnúsdóttir, sem nú eru búsett á Reynimel 50 í Reykjavík, hafa gefið 15 þúsund krónur til kirkjubyggingar í Súðavik. Súðvíkingar eru fyrir föngu hættir að sækja hina gömlu sóknarkirkju sína að Eyri f Seyðisfirði, nema við hátíðleg tækifæri, enda er yfir langan sjoveg að fara. Undanfarin ár hafa guðsþjónustur í Súðavíkur- þ°rpi farið fram i samkomuhúsi, sem er eign Sjómanna- og verkalýðsfélags Álftfirðinga, en eru nú fluttar í hinu nýja skólahúsi staðarins, sem tekið var til afnota um miðjan síðast- fiðinn febrúarmánuð. Þótt þar sé vel að guðsþjónustum búið, þá er eigi að siður mikil þörf á kirkju í Súðavíkurþorpi, sem eetluð væri öllum íbúum Álftafjarðar, en þeir voru 279 talsins Uru síðastliðin áramót. Súðvíkingar og aðrir ibúar Álftafjarðar flytja þeim hjónum, Uuriði og Grími, innilegar þakkir fyrir hina höfðinglegu gjöf hl kirkjubyggingarinnar. Vonandi verður hægt að efla kirkju- kyggingasjóðinn sem mest á næstunni, svo að unnt reynist hefja byggingu kirkjunnar, áður en mjög langt um líður. Magnús GuSmundsson sóknarprestur í ögurþingum.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.