Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 49

Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 49
FRÉTTIR 287 í synjun bæjarstjórnarinnar, sem taldi meira liggja á að fá fleiri skóla, fleiri heilsuverndarstöðvar o. s. frv. Sir David skrifaði bæjarstjórninni m. a.: „Eruð þér sannfærðir um að dómkirkjan sé gagnslaus? Er það víst, að áþreifanlegir hlutir séu ávallt meira virði en það, sem hulið er? Sprengingarnar, sem eyðilögðu borg yðar, bergmáluðu um heim allan. Fleiri tnenn en unnt er að vita um með vissu bíða þess með óþreyju, að þessi dómkirkja rísi úr rústum, sem sönnun þess, að ensk þjóðarsál sé óbreytt og lifandi eftir loftárásirnar. 1 dag vofir yfir ægilegri eyðilegging en sú, er lagði Coventry í rústir, sú, að hugsunarháttur vor og lífstrú fari í rúst. Aldrei fyrr höfum vér haft brýnni þörf á starfandi trú.“ M. J. * Innlendar fréttir. Fjárveiting til nýrrar Skálholtskirkju. Ölafur Thors forsætisráðherra og Steingrímur Steinþórsson landbúnaðarráðherra fluttu sameiginlega undir þinglokin til- lögu til þingsályktunar um heimild fyrir rikisstjórnina að verja úr ríkissjóði á árinu 1954 eða leggja til hliðar á því ári 1 milljón kr. til kirkjubyggingar í Skálholti. —■ Ólafur Thors forsætisráðherra fylgdi tillögunni úr hlaði með nokkrum orð- um. Hann kvað nú standa fyrir dyrum að minnast veglega 900 ára afmælis Skálholtsstóls sumarið 1956, og við það tæki- færi myndi verða hér margt erlendra kirkjugesta. Ösæmandi væri fyrir hina íslenzku þjóð að hafa eigi fyrir þann tíma byggt upp kirkju þessa sögufræga staðar. Mæltist hann ein- dregið til að tillagan yrði samþykkt. — Náði hún samþykki Alþingis. EvÖIdvaka Bræðralags. Bræðralag, kristilegt félag stúdenta, annaðist kvöldvöku í útvarpinu á pálmasunnudag 11. aprík Kynnir var Þorleifur Kristmundsson stud. theol. Fyrst flutti ávarp formaður félagsins Ólafur Skúlason stud.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.