Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 14
12
KIRKJURITIÐ
Þar var rætt um fundi og framtíðarstörf Kirknasambandsins
á komandi árum. Var ákveðið að halda mót presta og leik-
manna að Sigtúnum 1956 með líkum hætti sem mót hafa verið
haldin áður að Nyborg Strand. Þá skyldi kirknamót í Wart-
burg 19.—23. apríl næsta ár, fundur starfsnefndar snemma í
júní, guðfræðingafvmdur í Ábo og Helsingfors 25.—28. ágúst,
þing lögfræðinga og presta í Helsingfors til þess að ræða um
kristindóminn og lagaréttinn 29.—31. ágúst og loks stjórnar-
fundur í Borgá 1. september. Ennfremur var rætt um það að
koma á blaðamannaþingi í sambandi við hátíðahöld á Finn-
landi næsta sumar. En þá er kirkja Finnlands 800 ára. Verður
aðalhátíðin haldin á uppstigningardag.
Um miðaftan söfnuðumst við til veizlu ásamt fleirum að
heimili dr. Harry Johanssons og konu hans. En þar eru húsa-
kynni stofnunar Kirknasambandsins. Dr. Johansson er hæfi-
leikamaður mikill og stundar sitt starf af lífi og sál. Þau hjón
hafa komið tvisvar til íslands og eru miklir vinir þess. Frúin
lagði stund á norrænu á háskólaárum sínum og skilur íslenzku
nokkuð.
Eftir kvöldverðinn höldum við fundinum áfram með þeim
hætti, að einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna skýrir nokk-
uð frá starfi kirkju sinnar. Vakti það mjög mikla athygli, sem
undanfarið hefir gerzt í Skálholti og þar á að vinna. Gat
Björkquist við mig á eftir gjafar, er væntanleg myndi frá
Svíþjóð.
Daginn eftir stóð fundurinn frá hádegi og fram undir nón.
Merkust var þá ræða Skydsgaard um það, hver nauðsyn kirkj-
unni væri á nýju, þróttmiklu lífi og fögnuði. Taldi hann þörf
á því, að prestar kæmu saman og ræddu um það í flokkum
sín í milli, hvað til þess þurfi að vera prestur á vorum dögum.
Ætti Kirknasamband Norðurlanda að láta mál þetta til sín
taka.
í fundarlok þakkaði ég þeim Björkquist og Harry Johansson
starf þeirra fyrir Kirknasambandið á undanförnum árum.
Þá var lokið fyrra erindi mínu til Svíþjóðar að þessu sinni.
Hitt var að taka boði Brilioths erkibiskups í Uppsölum og
aðstoða við vígslu dr. Helge Ljungbergs, Stokkhólmsbiskupsins
nýja, þar í Dómkirkjunni 1. sunnudag í jólaföstu, 28. nóvember.
Daginn fyrir kom ég til Uppsala, og tók dómprófasturinn