Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 44
42
KIRKJURITIÐ
3. Aðalfundur Prestafélags Vestfjarða telur endurreisn Skál-
holts aðkallandi nauðsyn og verði þegar hafizt handa um bygg-
ingu kirkju, sem hæfi minningu og sögu staðarins og fram-
tíðar hlutverki hans sem biskups- og skólaseturs.
Stjórn Prestafélagsins skipa nú: Séra Sigurður Kristjánsson,
ísafirði, formaður, séra Jón Ólafsson, prófastur í Holti, ritari,
og séra Einar Sturlaugsson, prófastur á Patreksfirði, gjald-
keri.
Að loknum fundi sátu fundarmenn kaffiboð sóknarnefndar
Bildudalssóknar, en að því loknu var Bíldudalur kvaddur, og
hélt hver heim til sín.
ísafirði, 15. nóvember 1954.
Sig. Kristjánsson.
*
Eflifi sunnudagaskólana.
Séra Jón ísfeld á Bíldudal skrifar:
„Frá starfi mínu er svipað að segja og áður. Ég er búinn að
setja sunnudagaskólann. Konan mín spilar á orgelið fyrir okkur.
Við syngjum ýmsa barnasálma með fallegum lögum. Lögin
tínum við saman úr ýmsum áttum, en stundum fer svo, að ég
verð að taka mig til og „yrkja“ vers við lögin, sem eingöngu
finnast með erlendum textum. Skólinn er í tveimur deildum,
eldri og yngri börn. í hvert skipti koma fram tvö börn í hvorri
deild og lesa upp eða velja söng. Þetta reynist mjög vel, og
ekki skrópa þau frá þessum skyldustörfum. Það er yndislegt
að sjá sum þau 6 og 7 ára ganga fram og lesa sögu eða sálm,
eldrjóð og augun blika. Og heyra þau fara með marg-æfð
verkefnin! Það er í flestum tilfellum auðheyrt, að þau hafa
verið æfð heima. Þannig tengjast „þau heima“ sunnudagaskól-
anum."