Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 38
36 KIRKJURITIÐ aðstöðu nú til að leysa margs konar vanda eins og þeir höfðu fyrr meir. Af öllu þessu má draga þá ályktun, að almenningur leiti mjög og í vaxandi mæli til lögfræðinganna út af persónulegum vanda- málum, og er ekki á neinn hallað, þótt slíku sé haldið fram. Það er nú mikið rætt um allskonar meinsemdir í þjóðfélagi voru, og þá ekki sízt um ólán margra ungmenna. Það er talað um allskonar „los“ og lausung, vaxandi glæpa- hneigð og mannvonzku af ýmsu tagi. Vafalaust er mikið til í því, sem um þetta er rætt og ritað. En ég held að engum, sem kynnist þessum málum náið og athugar þau fordómalaust, geri dulizt, að ein orsök þeirrar hnignunar, sem hér er um að ræða, sé sú, að unga fólkið hefir fjarlægzt kristindóminn og siða- 'lærdóm hans, án þess að fá nokkuð í staðinn, nema þá helzt samvizkulítil stjórnmál, sem verða til að fylla skarð trúar- bragðanna. En hér er komið út fyrir takmörk þessarar greinar, og skulu því ekki höfð um það fleiri orð. Reykjavík í maí 1954. Einar Ásmundsson. * Innlendar fréttir. Eirlíkan af séra Halldóri á Reynivöllum var afhent sóknarbörnum 5. desember siðastliðinn að gjöf frá Kjósverjum, búsettum í Reykjavík. Séra Haraldur Jónasson prófastur að Kolfreyjustað andaðist á sjúkrahúsi í Reykja- vík 22. desember síðastliðinn og var jarðsettur hinn 5. janúar. Hans verður nánar getið í næsta hefti Kirkjuritsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.