Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 38

Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 38
36 KIRKJURITIÐ aðstöðu nú til að leysa margs konar vanda eins og þeir höfðu fyrr meir. Af öllu þessu má draga þá ályktun, að almenningur leiti mjög og í vaxandi mæli til lögfræðinganna út af persónulegum vanda- málum, og er ekki á neinn hallað, þótt slíku sé haldið fram. Það er nú mikið rætt um allskonar meinsemdir í þjóðfélagi voru, og þá ekki sízt um ólán margra ungmenna. Það er talað um allskonar „los“ og lausung, vaxandi glæpa- hneigð og mannvonzku af ýmsu tagi. Vafalaust er mikið til í því, sem um þetta er rætt og ritað. En ég held að engum, sem kynnist þessum málum náið og athugar þau fordómalaust, geri dulizt, að ein orsök þeirrar hnignunar, sem hér er um að ræða, sé sú, að unga fólkið hefir fjarlægzt kristindóminn og siða- 'lærdóm hans, án þess að fá nokkuð í staðinn, nema þá helzt samvizkulítil stjórnmál, sem verða til að fylla skarð trúar- bragðanna. En hér er komið út fyrir takmörk þessarar greinar, og skulu því ekki höfð um það fleiri orð. Reykjavík í maí 1954. Einar Ásmundsson. * Innlendar fréttir. Eirlíkan af séra Halldóri á Reynivöllum var afhent sóknarbörnum 5. desember siðastliðinn að gjöf frá Kjósverjum, búsettum í Reykjavík. Séra Haraldur Jónasson prófastur að Kolfreyjustað andaðist á sjúkrahúsi í Reykja- vík 22. desember síðastliðinn og var jarðsettur hinn 5. janúar. Hans verður nánar getið í næsta hefti Kirkjuritsins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.