Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 24
22 KIRKJURITIÐ Nafn Drottins sætt fær bölið bætt. Blessað sé það án enda. Ég vík að þessu hér, vegna þess að mér virðist, þegar djúpt er skoðað, að sú athöfn, sem hér hefir farið fram í dag, hafi miðað að því að tengja saman þessa þrjá þætti islenzkrar menningar. Þjóðminjasafnið er merk stofnun. Þar má greina af áþreifan- legum munum atvinnusögu þjóðarinnar, sögu um lífsbaráttu fyrri kynslóða. Þeir menn, sem völdust til þess að ganga form- lega frá stofnun lýðveldisins, létu það verða eitt af allra fyrstu málum, er Alþingi afgreiddi, eftir að lýðveldið var stofnað, að leggja fram fé til að reisa veglegt hús yfir Þjóðminjasafnið. Það var ákveðið á fundi í sameinuðu þingi 20. júní 1944 — ákveðið ágreiningslaust, eins og stofnun lýðveldisins. Þetta var gert fyrir hönd þjóðarinnar með þeirri vitund, að lýðveldið þarf að eiga sér rætur í íslenzkum jarðvegi, vitund um það, að Rótarslitinn visnar vísir, þó vökvist hlýrri morgundögg. Hofskirkja er nú orðin hluti af Þjóðminjasafninu. Með því sýna stjórnvöld landsins fyrir forgöngu og undir forystu þjóð- minjavarðar, að þau gefa því gætur, að við höfum meðal okkar menningarleg verðmæti, og gera ráðstafanir til þess, að slík verðmæti skuli í heiðri höfð og að þeim skuli hlúð, þótt þau séu hér í afskekktri sveit og fjarri höfuðstað landsins. í þessu speglast ást til landsins. Þessi ráðstöfun er gerð í trausti á fólkið, sem hér býr. Þessi eign Þjóðminjasafnsins yrði ekki mikils virði, ef byggðin legð- ist í eyði. Þetta er því jafnframt áminning og hvöt til okkar um það að standa vörð um byggðina og þá menningarlegu arfleifð, er hún geymir. Og í dag hefir biskupinn yfir íslandi opnað að nýju til af- nota helgidóm, sem hefir löngum verið íbúum þessarar sveitar athvarf á helgustu stundum lífsins og þeim er kær. Þegar þetta er athugað, er augljóst, að það er rétt, að við höfum í dag ríka ástæðu til að fagna og þakka. Ég vil því að lokum fyrir mitt leyti og fyrir hönd allra íbúa þessarar sveitar bera fram þakkir. Ég þakka biskupi fyrir komuna hingað.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.