Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 46
44 KIRKJURITIÐ bauð gesti velkomna og flutti söngstjóranum þakkir söngfólks- ins. — Einnig töluðu Bjami Jónsson, kennari frá Eskifirði, og Páll Gunnarsson, Fáskrúðsfirði, en Eyþór Stefánsson þakkaði og flutti um leið hvatningarorð til söngfólksins. Það má með sanni segja, að þetta söngmót hafi tekizt með ágætum. Þar hefir verið unnið mikið og merkilegt menningarstarf, að koma á slíkum hljómleikum sem þessum, og eiga forgöngu- menn mótsins og allir þátttakendur skilið miklar þakkir fyrir að efna til svo hátíðlegrar söng-samkomu. * Nýstofna&ir kirkjukórar. Söngfélag Stóra-Núpskirkju var stofnað hinn 9. október síð- astliðinn með 28 meðlimum. Stjórnina skipa: Jóhanna Jóhanns- dóttir, Haga, formaður, Stefanía Ágústsdóttir, Ásum, ritari, Sveinn Eiríksson, Steinsholti, féhirðir. Steinþór Gestsson, Hæli, er söngstjóri, en Kjartan Jóhannesson, Stóra-Núpi, er organ- leikari, og Erlendur Jóhannsson, Hamarskeiði, er vara-organ- leikari. — Kjartan Jóhannesson organleikari stofnaði kórinn. Söngflokkur Kirkjuvogssóknar var stofnaður hinn 22. októ- ber síðastliðinn með 15 meðlimum. — Stjórnina skipa: Jósep Borgarsson, Traðhúsum, formaður, Jón Sigurðsson, Garðbæ, ritari, og Ingunn Guðmundsdóttir, Stað, gjaldkeri. Organleikari og söngstjóri er Jón R. Mýrdal, Grund. — Sigurður Birkis söng- málastjóri stofnaði kórinn. Kirkjukór Hofssóknar (í öræfum) var stofnaður hinn 30. október s.l. með 20 meðlimum. — Stjórnina skipa: Páll Björns- son, Fagurhólsmýri, formaður, Sigurður Björnsson, Kvískerj- um, ritari, Bjami Gíslason, Hnappavöllum, féhirðir, og með- stjómendur: Þorsteinn Jóhannesson, Svínafelli, og Óli Runólfs- son, Hnappavöllum. — Organleikari og söngstjóri er Páll Björnsson, Fagurhólsmýri. Bjarni- Bjarnason, organleikari og söngstjóri, Brekkubæ, Hornafirði, stofnaði kórinn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.