Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 21
SÁLMUR 19 og eilífan sannleik greina: Þótt syndgað vér höfum lífs á leið, þú lætur oss miskunn reyna. Eg sofna í Drottni sæll þess má, að sonur Guðs náttvörð stendur. Svo vakna eg mærum morgni á og mínar sé heimalendur. í fagnandi kærleik krýp eg þá og kyssi hans stungnu hendur. Vald. V. Snævarr þýddi. Guðspjallssálmur 3. sd. e. páska skv. II. textaröð. (Jóh. 14,1—11) * Aðalfundur Hins íslenzka Biblíufélags. Aðalfundur Hins íslenzka Biblíufélags var haldinn í Dóm- kfrkjunni 17. nóvember síðastliðinn. Fundurinn hófst með því, að sunginn var sálmur nr. 425 og forseti félagsins, dr. Ásmundur Guðmundsson, biskup, las Jes. 8—11 og bað bænar. Því næst setti hann fundinn. Minntist hann fyrst fyrrverandi forseta félagsins, dr. Sigurgeirs Sigurðs- sonar, og gat helztu atriða úr sögu félagsins í forsetatíð hans. Þá minntist hann Hálfdanar prófasts Helgasonar. — Vottuðu fundarmenn minningu þessara manna virðingu og þökk með því að rísa úr sætum. Þá gerði forseti grein fyrir störfum félagsins. Gat hann þess, að ungfrú Ingibjörg Ólafsson hefði verið kjörin til þess að vera fulltrúi Hins íslenzka Biblíufélags á afmælishátíð Hins brezka og erlenda Biblíufélags á síðastliðnu sumri. Las hann ýtarlega skýrslu frá henni um afmælishátíðina.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.