Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 28

Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 28
26 KIRKJURITIÐ þar reglulega, og sjálf kirkjan bæði tiltölulega stórt og um allt hið virðulegasta guðshús, og samtímis verðugur og varanlegur minnisvarði trúar, hugsjónaástar og atorku frumbyggjanna ís- lenzku, sem mikið lögðu í sölurnar til þess að koma upp svo myndarlegri kirkju á þeirra tíðar mælikvarða. Eitt þúsund dollara lán þurfti söfnuðurinn að taka til kirkju- byggingarinnar, og var það mikið fé í þá daga; höfðu tólf bændur í söfnuðinum gefið jarðir sínar í veð fyrir skuldinni, og ber fagurt vitni áhuga þeirra á trúarlegum efnum og fórn- fýsi þeirra. Þegar út leit fyrir, að þessir 12 bændur kynnu að tapa jörðum sínum, tóku tveir úr hópnum skuldina að sér og greiddu hana. Það voru þeir Björn Einarsson frá Brú á Jökul- dal og Jón Jónsson Mæri frá Einfætingsgili í Strandasýslu. Er það, eins og séra Friðrik Bergmann segir í landnámsþáttum sínum, „verðugt að nöfnum þeirra sé haldið á lofti fyrir þetta, því það var hið mesta drengskaparbragð. Skal þess jafnframt getið, að söfnuðurinn borgaði þeim Birni og Jóni á sínum tíma lánsfé þeirra með vöxtum. Eftir beztu heimildum, sem ég hefi getað aflað mér, voru hinir bændurnir 10, er upprunalega veð- settu lönd sín fyrir kirkjuskuldinni, eftirfarandi: Haraldur Þor- láksson, Þorsteinn Þorláksson, Sæmundur Eiríksson, J. G. Pálma- son, Jón Einarsson, Björn Þorláksson, Þorlákur G. Jónsson, Jón Jónsson (frá Borg), Ólafur Ólafsson (bókbindari) og Friðbjörn Björnsson. (Um ætt þessara manna og uppruna má, meðal annars, vísa til Sögu íslendinga í N.-Dakota (Winnipeg, 1926) og til Minningarrits um 50 ára landnám íslendinga í Noröur- Dákota (Winnipeg, 1929), og um vesturför þeirra og feril í heild sinni.) Víkurkirkja að Mountain hefir, sem aðrar kirkjur innan ný- lendunnar, verið miðstöð trúarlegs lífs, og um margt miðdepill annarrar menningarstarfsemi byggðarbúa. Og það, sem enn er verðugra frásagnar, þetta elzta guðshús íslendinga vestan hafs skipar sérstakan virðingarsess í sögu Hins lúterska kirkjufélags Islendinga í Vesturheimi, því að innan veggja Víkurkirkju stóð vagga þess víðtæka og áhrifamikla félagsskapar. Þar var dag- ana 23. til 25. janúar 1881 haldinn stofnfundur Kirkjufélagsins, sem séra Hans B. Thorgrimsen hafði boðað til, og var það jafnframt fyrsti allsherjarfundur, sem haldinn var með íslend- ingum í landi þar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.