Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 40
38 KIRKJURITIÐ Bezt er, að altaristaflan sé allt í senn, mikið listaverk út af fyrir sig, og einlægur boðberi þess, sem kirkjan boðar. En eigi að velja þar á milli, mundi eg velja hið síðarnefnda. Eg þarf þar varla að taka fram, að lélegt og illa gert verk verður varla „einlægur boðberi" eins né neins. Megineinkenni ómerki- legra málverka er einmitt óeinlægnin. Altaristaflan er eins og sálmur. Hann á að vera vel kveðinn og lýtalaus og hann má vera og ætti helzt að vera andríkur skáldskapur. En það, sem er meginatriði hvers kirkjusálms, er, að hann sé sprottinn upp í trúaðri sál, og geti fært sem mest af þeirri trú til annarra, sem með hann fara. Til þess þarf miklu fremur einlægni en háfleygi. En ef við sleppum öllum þessum hugleiðingum, þar sem menn verða ef til vill seint sammála, af því að sjónarmiðin eru mis- jöfn, þá kemur margt fleira til greina, er velja skal altaris- töflu í kirkju, og þar brestur oft mikið á, að vel takist til. Þar á sitt við hverja kirkju. Oft má þar sjá, að myndin er keypt án þess að gera sér grein fyrir þessu meginatriði. Oft má sjá altaristöflur, sem eru of stórar eða of litlar, ekki með réttri lögun fyrir kórgaflinn, sem þær eiga að prýða, settar of hátt eða of lágt o. s. frv. Húsameistari ætti, er hann teiknar nýja kirkju, að teikna inn altaristöflu, eins og honum finnst bezt fara. Það getur verið ágæt leiðbeining. Og svo ætti málarinn að koma í kirkj- una og skoða hana vandlega, birtu, lögun kórs og kórdyra og umhverfi allt. Menn ættu ekki að kaupa altaristöflu, hvorki í nýja kirkju né gamla í fljótræði, heldur tala við þann, sem verkið á að vinna, koma sér saman við hann um efni myndarinnar, fá hann til að koma, ef mögulegt er, eða að minnsta kosti láta hann fá sem gleggsta hugmynd um útlit kirkjunnar að innan, stærð o. s. frv. Hér kemur svo margt til greina, að varla nægir neitt annað en að málarinn beinlínis komi í kirkjuna. Það skiptir oftast nær miklu minna máli, hvort taflan kemur árinu fyrr eða síðar. Hitt er meira virði, að hún fari vel um þá áratugi eða ef til vill aldir, sem hún á að vera á þessum stað.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.