Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 39
Altaristöflur. Ein mesta prýðin, og stundum nálega eina prýðin í kirkj- um, er altaristafla, fagurt málverk, sett upp yfir altarinu, á þeim stað, sem bezt blasir við öllum, sem í kirkjunni eru. Vitanlega eru þessar altaristöflur misjafnar, bæði að gæð- um og stíl. Sumum geta þótt fallegastar æfafomar altaris- töflur, gerðar í bamalegum línum og litum, þar sem ekkert er til af því, sem við mundum kalla fegurð annars staðar. Allar persónumar, og þar á meðal frelsarinn, ímynd alls hins bezta og yndislegasta í tilverunni, allar þessar persónur eru afskræmdar, beinlínis ófríðar og óbermilegar, ef miðað er við hversdagssmekk. En þær geta þrátt fyrir það verið gerðar af svo mikilli einlægni og með svo miklum kærleika, að þær séu í raun og veru fagrar, rétt eins og gömul og hrukkótt og úslitin móðir eða amma getur verið og er ímynd fegurðar í augum bamsins. En svo geta líka nýjar altaristöflur og litskrúðugar verið nijög misjafnar. Ein er listaverk, önnur hræðileg vansmíð. Þar ætti aldrei að vera vafi á að velja. Listaverkið er betra en vaiismíðin. En á þá að gera sömu kröfu til altaristöflu eins og venju- iegs málverks? Er altaristaflan aðeins málverk? Eg held því fari fjarri. Altaristaflan á að vera trúboði. Hún á að draga fram eitt- hvað það, sem sígilt er í kristindóminum og halda því hátt á loft fyrir þeim, sem í kirkjuna koma. Hún á að vekja trúar- kennd, og ef hún gerir það ekki, tel eg hana ekki mikils virði. Hún getur að vísu verið góð hússkreyting, en hún þjónar ekki sínum mesta tilgangi nema hún sé meira en skreyting. Þess vegna held eg naumast, að „abstrakt“ mynd, tíglar og fletir, línur og litir, hversu sniðugt sem það kann að vera, verði nokkru sinni góð altaristafla. Hún gæti verið góð fyrir þá, sem kæmu í kirkju til þess að skoða listaverk, en ekki fyrir sanna kirkjugesti.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.