Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 9
FRAM í JESÚ NAFNI 7 Og: Legg þú á djúpið, þú, sem þreyttur lendir úr þungaróðri heimsins, — Jesús bendir, — ó, haf nú drottin hjá þér innan borðs. Þú fer þá góða för í síðsta sinni, því sálarforða skaltu byrgja inni Guðs eilífs orðs. Já, í Biblíunni eru undursamleg orð um það, að feður verði sættir við syni og synir við feður. Með því er átt við það, að eldri og yngri kynslóðin leggist báðar á eitt í baráttunni til sigurs fyrir ríki Guðs. Slíkt er þjóðargæfan mesta. Enn eitt. Munum það öll jafnt, þú og ég, að þegar sjó- mennirnir settu fram skip sitt, þá signdu þeir ekki að- eins skipið, heldur einnig sjálfa sig, hver og einn, og báðu sér fararheilla með orðunum: Fram í Jesú nafni. Hvert rúm þurfti að vera vel skipað. Þeir vissu það. Og enginn mátti bregðast skyldu sinni í neinu. Þetta gat einnig orðið þeirra síðasta för, því að ekki er rammgjör fjölin milli lífs og hels og jafnvel „hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undiralda“. Hér gildir nákvæmlega hið sama. Hver maður verður að stunda trúlega stöðu sína og starf. Einn ótraustur hlekkur getur gjört festi haldlausa. Á hættu og örlaga- degi skyldi nú berast kall til allra Islendinga, já, úr djúp- um hjartna þeirra frá sjálfum Guði. Guð vors lands væntir þess, að hver fslendingur gjöri skyldu sína. Og hvað vitum vér um það, nema sigling vor á þessu nýja ári verði hinzt á jörðu, hvort sem vér erum ung eða gömul, hraust eða heilsuveil, því að enginn tími né staður ver dauða. öllu varðar, að förin sé í Jesú nafni. Gefumst þá honum á vald og Guði í honum. Fögnum nýársins blessuðu, hækkandi sól. Höldum engum afkima hjarta vors læstum, að hún fái ekki að skína þar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.