Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 7
FRAM í JESÚ NAFNI 5 þátt í Alkirkjuráðinu og styrkir líknarstarf þess. Og ég vil af alhug þakka bæði prestum hennar og söfnuðum fyrir skjóta og drengilega hjálp við bágstadda flóttamenn. Var unnt að senda þegar þær gjafir, sem áformað var. Tugir þúsunda króna hafa safnazt, og enn eru fjárhæðir að berast hingað. Það er mikið fagnaðarefni. En getum vér svo nokkuð meira? Getum vér fáir, fátækir, smáir styrkt stefnu kirkna heimsins á vegi friðar og kærleika, barizt með þeim gegn bölvi og dauða? Hvað munar um oss, nokkrar þúsundir. Erum vér nema eins og dropi innan um milljónirnar? Stendur ekki nákvæm- lega á sama í þessu sambandi, hvað vér hugsum eða gjörum? Nei, vissulega ekki. Vefaldarsagan sýnir það og sannar, hvílíka blessun getur leitt af lífi fárra og jafnvel aðeins eins fyrir heilar þjóðir og meira að segja mannkynið allt. Og hafa ekki Islendingar þegar gegnt mikilvægu hlutverki fyrir heims- menninguna? Væri þar ekki opið og ófyllt skarð, ef vant- aði bókmenntir vorar og tungu? Því hefir verið líkt við það að missa pólstjörnuna af himninum. Og ég trúi því, að enn ætli Guð þjóð vorri dýrlegt hlutverk, er megi verða til heilla og blessunar öðrum þjóðum heims. Svo er einnig annars að gæta. Maðurinn hefir verið nefndur smáheimur af því, að í honum búi hið sama sem í hinum mikla mannheimi öllum, eins og fyrir sitt leyti öll vötn jarðar og hræringar þeirra geti speglast í einum dropa. Þannig lifi að vissu leyti mannkynið allt í hverjum manni. Sömu öflin, sem ríkja í hinum stóra heimi, birtast einnig í þjóðlífi voru. Sömu hætturnar, sömu freisting- arnar og sömu sigurvonirnar. öll gæfa vor er undir því komin, að vér séum í raun og veru kristin þjóð, betur kristin en vér erum enn. Þá munu læknast vor mörgu mein. Þá mun fást sú þjóðar- eining, sá innri friður og réttlætis og bræðralagsandi, er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.