Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 17
TIL KIRKJUFUNDAR OG BISKUPSVlGSLU
15
er látizt höfðu síðastliðna viku, en klukkur ómuðu og hvöttu
til bæna. Er þetta siður við hverja hámessu með Svíum.
Meðan sálmur var sunginn eftir prédikun, gengum við til
skrúðhúss, sem áttum að taka þátt í vígsluathöfninni. Skrýdd-
umst við þar fullum skrúða og gengum síðan tveir og tveir
inn kirkjugólfið, 26 alls, flestir biskupar, en lofsöngur fyllti
kirkjuna. Þeir, sem voru í fararbroddi, báru bagal, biskups-
kápu, biskupskross og mítur, sem ætluð voru Stokkhólmsbiskupi.
Vígsluþegi kraup við altarisgráðurnar, og við skipuðum okkur
á báðar hendur honum. Erkibiskup sté upp þrep að háaltarinu
og flutti þaðan vígsluræðu sína út af Kól. 4, 2—3: ,,Verið stöð-
ugir í bæninni og árvakrir í henni og þakkið; biðjið jafnframt
einnig fyrir oss, að Guð opni oss dyr fyrir orðið, til að boða
leyndardóm Krists.“ Hann mælti meðal annars á þessa leið:
„Bænin er frumtónn hátíðargleði vorrar. Viðhafnarsiðir
hennar mega ekki beina hugum vorum frá þessu eina, sem
öllu skiptir. Bæn og yfirlagning handa eiga saman við biskups
vígslu. Hendurnar, sem lagðar eru á höfuð honum, tákna sam-
hengið í starfi kirkjunnar kynslóð eftir kynslóð.
En bænin veitir þessari heilögu athöfn líf. Vér erum ekki
komin hér saman til þess að horfa á sjaldgæfan sjónleik, heldur
til þess að slá bænahring um þennan bróður vorn, sem nú
tekst á hendur eitt af erfiðustu — eða erfiðasta hlutverkið,
sem falið er nokkrum þjóni kirkju vorrar.
Stifti þitt, prestar þínir og söfnuðir bjóða þig vissulega vel-
kominn af öllu hjarta. Þú mátt vænta mikillar góðvildar og
samúðar. En þú munt einnig finna opnar dyr fyrir orð þess boð-
skapar, sem þú ert kallaður til að flytja. Því að um þetta er
mest vert í biskupsstarfi, að vera þjónn orðsins og greiða því
veg til mannshjartnanna.
Svo mætti virðast sem dyrnar stæðu nú lítt opnar fyrir orðið,
þar sem margir nema aldrei kall klukknanna og lítið er um
kirkjuferðir. Víða um land ægir mönnum sífelldur vöxtur
höfuðborgarinnar, og þeir draga það í efa, að Guðs orð finni
þar opnar dyr. Og vissulega er marga hindrun að yfirstíga
og marga hleypidóma að leiðrétta.
En skyldum vér ekki mega vænta þess, að sá tími sé nú brátt
á enda, er menn daufheyrast við orði Guðs? Er ekki að finna
eftirvæntingu og þrá í hugum margra, sem áður hafa horft