Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 22
20 KIRKJURITIÐ Reikningar félagsins voru lesnir upp. Gjaldkeri, dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, gat þess, að með vaxandi félagatölu væru erfiðleikar miklir á innheimtu, enda næðust ekki árgjöld inn. Taldi hann nauðsynlegt að félagið réði framkvæmdastjóra. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason tók í sama streng. — Reikning- arnir voru samþykktir. — Þá las biskup upp reikning yfir bóka- sölu Biblíufélagsins fyrir árið 1953. — Séra Óskar J. Þorláks- son gerði fyrirspurn varðandi Biblíudaginn og mæltist til þess, að stjórnin vekti athygli á honum hverju sinni og væri þá efnt til fjársöfnunar í kirkjum landsins. Biskup las eftirfarandi tillögu stjórnarinnar, er samþykkt var með öllum atkvæðum: „Aöálfundur Hins íslenzka Biblíufélags álylctar aö vinna aö pví, aö félagiö taki útgáfu Biblíunnar sem fyrst aö fúllu og öllu í sínar hendur. Felur hann stjórninni framkvæmdir.“ Ólafur Ólafsson flutti kveðju og þakkir frá Gídeonfélaginu og afhenti bókagjöf. Tillaga undirrituð af Ólafi Ólafssyni, Frímanni Ólafssyni og Magnúsi M. Lárussyni var borin upp svohljóðandi: „Aöalfundur Hms íslenzka Biblíufélags beinir peirii tilmœl- um til félagsstjórnar, aö pegar veröi hafizt lianda um útgáfu Nýja testamentisins meö skýru og greinilegu letri.“ Samþykkt með öllum atkvæðum. Þá bar biskup fram tillögu stjórnarinanr um, að Ingibjörg Ólafsson yrði kjörin heiðursfélagi. Var sú tillaga samþykkt í einu hljóði. Úr stjórn áttu að ganga samkvæmt hlutkesti Bjarni Jónsson, Sigurbjörn Einarsson, Ólafur Ólafsson og Frímann Ólafsson. Kjörnir voru: Óskar J. Þorláksson, Sigurbjörn Einarsson, Ólafur Ólafsson og Ólafur Erlingsson. Dr. Bjarni Jónsson baðst eindregið undan endurkosningu. Frímann Ólafsson baðst einnig undan endurkosningu. Endurskoðendur voru kjörnir dr. Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, og Þorvarður Jón Júlíusson. Prófessor Magnús M. Lárusson flutti erindi um íslenzkar miöaldakirkjur. Dr. Bjarni Jónsson las ritningarorð og bað bænar. — Sungið versið 431. — Fundi slitið.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.