Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.06.1956, Qupperneq 11
-----------\ PTJ5TLSR v__________/ Auöu sætin. Auðu sætin í kirkjunum blasa flesta helga daga víðast hvar við augum. Og óspart er á þau minnzt af hinum og þessum. Oft- ast þannig, að þau séu oss prestunum til skammar. Sýni áhrifa- Jeysi vort og ónytjungsskap og tilgangsleysi ríkisins að vera að tjasla við að halda uppi kirkjunni. Eg ber ekki af oss prestunum vankanntana og syndirnar. Onýtir þjónar erum vér allir. En ekki er úrleiðis að hugsa svo- Etið um það, hverjir eiga þessi auðu sæti, hverjir láta bekkina standa tóma. Það eru auðvitað ekki þeir tiltölulega fáu, sem af einhverjum oi'sökum eru aiidvígir kristindóminum og uppsigað við kirkjuna. Þeir leggja að sjálfsögðu ekki á sig að fara til kirkju. Þykjast geta lagt oss orð í munn og gert oss upp röksemdirnar, prestunum, án þess að hlusta á oss. Þeir hælast að sjálfsögðu yfir hinni aumu Þirkjusókn, telja hana styðja sinn málstað, sýna að kirkjan sé verri en gagnslaus, beinlínis til spillingar og eigi að leggjast nið- l|r. Þessi hópur er talsvert stór víða um heim og sennilegt, að Þann eigi hér einhverja formælendur. Hinir eru miklu fleiri, sem leiða varla hugann að kirkju og kristni, og engin von er því til að sæki helgar tíðir. Og þessu fólki hygg ég að fari fjölgandi. Því finnst raunar að lítt hugsuðu uiáli, að vér lifum á þeim tímum, þegar hvítir menn séu komnir svo langt á braut framþróunarinnar, að hætt sé að taka verulegt 'hark á trúmálum frekar en huldufólkssögum og ævintýrum. Þess vegna þykist það yfir það hafið og upp úr því vaxið að lesa Heilaga ritningu, hvað þá að hlusta á prestana.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.