Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Side 19

Kirkjuritið - 01.06.1956, Side 19
Karen Ísaksdóttir frá Grenjadarstað Við lát Karenar ísaksdóttur frá Grenjaðarstað, 12. maí sl., átti Prestafélag íslands góðum og trú- um starfsmanni á liak að sjá, er hafði unnið því lengi og vel. Hún var fædd á Evrarbakka 11. J marz 1882. Á öðru aldurs ári missti hún móður sína, og tóku þá prests- hjónin á Eyrabakka hana í fóstur, þau séra Jón Björnsson og frú Ingi- björg Hinriksdóttir. Ólst hún upp með þeim bernskuárin, og leit hún jafnan á þau sem foreldra sína. Þeg- ar hún var komin undir fermingu, fluttist hún með fóstursvst- 11 r sinni, frú Elísabetu Jónsdóttur, og manni hennar, séra Helga P- Hjálmarssyni að Helgastöðum í lleykjadal, og allmörgum ár- um síðar að Grenjaðarstað. Þar átti hún heima 22 ár og kenndi sig jafnan síðan við þann stað. Hún unni mjög heimili sínu og vildi allt á sig leggja fyrir það, enda voru traust og sterk bönd- in, sem tengdu fjölskylduna saman. Hún vann nyrðra öll venju- leg störf, eins og þau gerast á stóru sveitaheimili. En þegar til til Reykjavíkur kom haustið 1929, lagði hún fyrst fyrir sig verzl- unarstörf, en síðar vann hún að afgreiðslu Kirkjuritsins og fleiri störfum fyrir Prestafélag íslands. Mörg seinustu ári unnu þær saman að þeim, Karen og Elísabet II. Helgadóttir, kjördóttir séra Helga. Karen vann öll þessi störf af frábærri alúð og skyldurækni og taldi aldrei eftir sér erfiði né fyrirhöfn. Er engum kunnara en mér um það, hversu mjög hún bar hag Prestafélagsins fyrir brjósti. Hún var aldrei hálf í neinu, heldur einörð, hreinlynd og hreinskilin 17

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.