Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Side 20

Kirkjuritið - 01.06.1956, Side 20
258 KIRKJURITIÐ °g trygg, þar sem hún tók því. Hún gat orðið mjög þykkjuþung ódrenglyndi og smásálarskap, og þótti orðhvöt þeim, er ekki voru á sama máli. Hún var mjög bjartsýn og frjálslynd í trú- málum og ástúðlegur vinur vina sinna. Prestafélag Islands má lengi muna hana og fallega heimilið hennar, að Hringbraut 44. Það þakkar störf hennar og blessar trúmennsku hennar og hana sjálfa. Lýsi henni sól Guðs og suni- ar í æðra heimi. Á. G. Séra Rögnvaldur Jónsson liefir verið skipaður prestur í Ögurþing- um frá 1. júní, að undangenginni lögmætri kosningu. Séra Jóhann Hlíðar hefir verið skipaður prestur í Vestmannaeyja- prestakalli frá 1. júní, að undangenginni lögmætri kosningu. Séra Lárus Halldórsson hefir verið settur prestur að Breiðabólstað á Skógarströnd í Snæfellsnessprófastsdæmi. Embættispróf í guðfræði. Þessir menn luku embættisprófi við guð- fræðideild Háskólans 30. maí: Baldur \7ilhelmsson, frá Blönduósi, Einar Þór Þorsteinsson frá Löndum í Stöði'arfirði, Sigurjón Einarsson, frá Bíldu- dal, Ulfar Kristmundsson, Reykjavík Guðmundur Þorsteinsson guðfræðikandidat frá Steinnesi hefir ný- lega fengið verðlaun úr sjóði dr. Einars Arnórssonar fyrir ritgerð um Þing- eyraklaustur. Var það sérefnisritgjörð hans iið embættispróf. Kristilegt stúdentafélag varð 20 ára 17. júní sl. Hélt fund þá á Þing- völlum. Nýtt pípuorgel hefir verið tekið til notkunar í Fossvogskapellu. Skálholtshátíðin. Eins og skvrt hefir verið frá í blöðum landsins fer Skálholtshátíðin fram 1.—2. júl. — Verður mjög til hennar vandað. Vænzt er allmargra erlendra kirkjuhöfðingja. Verður nánar sagt frá hátíðinni í nsesta riti.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.