Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 22
260 KIRKJURITIÐ sem komið var, hafi ekki verið um annað að ræða. Fundur með sárafáum fulltrúum frá öðrum löndum hefði tæplega getað bor- ið nafnið: Prestafundur Norðurlanda. Hins vegar verður að vænta þess, að íslenzkir prestar geri sér grein fyrir því, hversu mikils virði það er fyrir kirkju vora, land og þjóð, — og ekki sízt fyrir stéttma, að slíkur kirkjufundur á íslandi farist ekki fyrir. 2. Þátttaka. — Þeir, sem óskað hafa eftir því að sækja fundinn utan lands frá, eru miklu fleiri en nokkurn hefði órað fyrir að óreyndu. Frá Danmörku 52, frá Finnlandi 37, frá Noregi 75, og frá Svíþjóð 170. Eru þá meðtaldar nokkrar prestskonur, er koma með mönnum sínum. Nú má samt ekki gera ráð fyrir, að allur þessi fjöldi komist (334), þar eð skipið „Brandur VI.“ hef- ir aðeins rúm fyrir 150. Fáeinir, helzt frá Danmörku og Svíþjóð koma með öðrum far- kosti, (Gullfossi, Drottningunni eða flugvélum.) Ósennilegt tel ég, að þeir verði fleiri en 50. Þeir, sem koma með „Brandi VI.“, búa allir um borð, og hafa þar fæði. Hinir hafa óskað eftir gistingu á einkaheimilum. Hef- ir prestafélagsstjórnin því með hjálp ýmissa góðra manna fengið loforð um næturgistingu fyrir 70—80 gesti, ef með þarf, og ma segja Beykvíkingum það til hróss, að menn hafa brugðizt vel við þessu og eru reiðubúnir að gera það, sem í þeirra valdi stend- ur. En það er mjög algengt, að þátttakendur í norrænum presta- fundum gisti á einkaheimilum. Þessar undirtektir sýna skilning, sem vér prestar megum vera þakklátir fyrir. Að meðtöldum íslenzkum þátttakendum, ætti heildartalan að vera eitthvað á þriðja hundrað. 3. Dagskráin. — Hún var í aðalatriðum samin á undirbúnings- fundinum í Sigtuna í fyrra sumar. Fyrirlestrar eru frá ölhun Norðurlöndum og hafa þeir verið valdir af viðkomandi presta- félagsstjórnum. Meðal þeirra eru sumir fremstu guðfræðingai og kirkjuhöfðingjar Norðurlanda.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.