Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 24

Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 24
262 KIRKJURITIÐ lcggjíi mikið á sig til þess að sækja oss heim, svo tugum skiptir, þá er ekki aðeins heiður vor undir því kominn, að vér höfum móttök- urnar sem hlýlegastar og virðulegastar, heldur og, að vér höf- um fullan skilning á því, að hér er gullið tækifæri, er vér höf- um ekki áður haft, til þess að sameinast þeim í starfi. Þessir menn koma ekki til að sjá Gullfoss og Geysi eða til að veiða lax, heldur til þess að kynnast íslenzkri kirkju og þjónum henn- ar. Hér er um að ræða kirkjusögulegan viðburð, sem á að geta leitt af sér margt gott. Vandinn og ábyrgðin hvílir ekki á presta- félagsstjórninni einni, heldur á stéttinni í heild. Vona ég því, að allir meðlimir Prestafélagsins geri sitt til þess, að fundarsóknin verði sem mest, og fundurinn sjálfur verði til uppbyggingar. Að lokum: Biðjið með einum huga fyrir þessum fyrsta nor- ræna prestafundi á íslandi, — að árangurinn verði sem mestur. Með bróðurkveðju. Jakob Jónsson, formaður Prestafélags íslands. Kristur allra alda. Þótt fylgjendum hans gengi illa að átta sig á því, var boðskapur hans eilífur og áhrif hans alheimsleg. Hann náði ekki aðeins eyrum Gyðinga, eða a. m. k. sumra þeirra, enda höfðu þeir sökum trúarerfða og ýmissa aðstæðna skilyrði til að meta hann. Reyndin var sú, að heiðingjunum fannst engu minna til hins einfalda og hagnýta fagnaðarerindis hans koma. Síðan hefir það borizt um allan heiminnn og ýmist fagnað gengi eða óförum. Hinn upprunalegi einfaldleiki vill alltaf fara forgörðum, en sífellt rísa upp stefnur, sem krefjast hans að nýju. Hver öld, hver þjóð, hverjar aðstæður hafa fundið eitthvað nýtt í hinu eilífa fagnaðarerindi. Kristur er hvítur í augum Evrópumanna, svartur að dómi Afríkubúa, gulur að ætlun Kínverja, og samt er hann hinn sami Drottinn. Spurull hugur telur hann mesta heim- speking aldanna, bændunum finnst hann vera einn þeirra. Hetjunni virðist hann ímynd karlmennskunnar, hinum veiku að hann sé sjálf mildin og frið- urinn. Aflirökin eiga hann að vini, og vitjað er sjúkra, fátækra og sorg- mæddra í nafni hans. Hvar sem Kristur er boðaður finna menn, að það varðar heill mannssálarinnar. — C. C. H.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.