Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 28

Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 28
266 KIRKJURITIÐ og staðfesta það. Nýlátinn þýzkur uppeldis- og sálarfræðingur segir: Uppeldi til lotningar skipa ég síðasta og æðsta sætið með hinum almennu uppeldislegu grundvallarreglum, og það er hlut- verk þess að gera öll æðri verðmæti að lifandi veruleika í sál unglingsins.....í uppeldi skiptir ræktun lotningarinnar sér- staklega miklu máli. Innsti og æðsti kjarni mannsins birtist í lotningu hans....Lotningin krefst ekki heimspekilegrar grein- ingar á verðmætunum. Hún er sjálf forsenda allra æðri verð- mæta......(M. Mál bls. 215—216, 3. h. þ. á.) Það verður að telja mikið tjón fyrir uppeldi þjóðarinnar, að þessi helgivenja heimilanna er niður lögð. Og líklega verður hún ekki endurvakin í sömu mynd. Reynt hefir verið að bæta þetta upp með því að útvarpa guðsþjónustum, og er það að vísu góðra gjalda vert og mörgu eldra fólki til ánægju. En þetta nær elcki til yngra fólksins, og yfirleitt eru útvarpsmessumar ekki teknar hátíð- lega á heimilunum, og eru því fjarri því að geta komið í stað hús- lestranna og haft sama gildi og þeir. Þetta er því vandamál og alvörumál, sem þarf að veita alveg sérstaka athygli. Vera má að messuformið sjálft sé óheppilegt í útvarp, og lík- lega of langt. Þegar ég fer í kirkju, tek ég mér tíma til þess, geri það af yfirveguðu ráði. Sá sem heima er þykist ekki hafa tíma, og hefir það stundum ekki. En nú kemur messan til hans, og hann vill máske hlusta á eitthvað af henni, en öll er hún of löng, að honum þykir, og svo er annað hvort hlustað á hlaupum, eða alls ekki hlustað á neitt. Það gæti því verið íhugunarefni, hvort útvarpa ætti nema ræðunni og sálminum á undan og eftir. Eg held, að hlustað sé betur á Passíusálminn, m. a. af því, að athöfn- in er einföld og stutt. Kirkjan þarf að taka þetta mál til rækilegrar íhugunar, þvi að það er stórmál. Mér sýnist ástandið ekki viðunandi og að margs þurfi með í þessu efni. Það var galli á sinni tíð, að útvarps- messunum var skellt yfir þjóðina án þess að um þær væri sér- staklega rætt, vakin alveg sérstök athygli á þeim og heimilun- um leiðbeint um, hvernig ætti að taka þeim, hvað hæfði í þeim efnum og hvað ekki. Yrði nú gerð einhver breyting á þeim, t. d. sú, að stytta þær, væri sjálfsagt og nauðsynlegt að reyna til að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.