Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.06.1956, Blaðsíða 32
Framtíð kristindómsins Margir munu kannast við enska sagnfræðinginn Arnold J. Toynbee. Hann er einn frjóasti og frægasti rithöfundur á sínu sviði þeirra, sem nú eru uppi, og raunar á síðari öldum. Hann hefir ritað mannkynssögu í mörgum bindum. Kennir þar að sjálfsögðu margra grasa, og kemst höfundur jafnvel að ýmsum nýstárlegum niðurstöðum. En það sem kirkjuna varðar mestu er, að þessi hálærði og hugdjarfi vísindamaður hallast ekki á sveif með þröngsýnum efnishyggjumönnum, heldur játar Toynbee hiklaust gildi kristindómsins, og telur framgang hans nauðsynlegastan til heillaríkrar þróunar í framtíðinni. Að gefnu tilefni lýsti þessi heimskunni sagnfræðingur því yfir, að hann sæi enga ástæðu til að telja vestræna menningu vera vígða hruni, þótt hitt væri alls ekki sjálfgefið, að hún lifði og blómgaðist. Þetta ylti á stefnu við- burðanna og vilja hinna vestrænu þjóða. Vér yrðum framar öllu að koma í veg fvrir þriðju heimsstyrjöldina. Einnig yrði þjóðun- um að lærast að lifa í friði og taka upp náin og fjölbreytileg samskipti, þótt þær byggju við mjög ólíka stjórnarhætti. Þetta ætti heldur ekki að vera örðugra en er mótmælendum og kaþólskum tókst að lifa í friðsamlegu sambýli eftir langa og harða baráttu. Sama máli skipti um kristna menn og Múhameðstrúarmenn, er í upphafi ætluðu að þeir gætu ekki lifað án þess að öðrum hvor- um væri útrýmt. Lengra bil væri nú ekki á milli „austurs“ og „vesturs". Toynbee er sjálfur andvígur kommúnismanum, en hann telur, að frelsi og menning vestrænna landa sé í mikilli hættu, ef snúið er baki við kristindóminum. „Verði engin trúarleg endurvakn- ing,“ segir hann, „er útlitið ískyggilegt fvrir hinn vestræna heim- Eg tel, að lifnaðarhættir vor vestrænna manna lýsi trúnni á helgi einstaklingsins. Þessu háa mati á persónuleika einstaklingsins ógn- ar kommúnisminn nú á tímum, en hann upphefur hið mannlega

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.