Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 40

Kirkjuritið - 01.06.1956, Page 40
278 KIRKJURITIÐ efla kirkjusönginn sem mest og bað þá að nota hvert tækifæri, sem þeir gætu, til að kenna börnum söng, það væri stvrkur fyrir þá sjálfa í framtíðarstarfi og velgjörningur gagnvart börnunum og þjóðinni í heild. Það yki kirkjusókn og félagslegan þroska, og það fegraði og fullkomnaði okkar „ástkæra ylhýra mál“, og það væri eitt fyrsta skilyrði til þess að orðið gæti stöðugt þrosk- andi sönglíf í landinu. — Að lokum óskaði hann nemendum allrar blessunar í framtíðarstarfi og kennurunum þakkaði liann ágætt starf fyrir skólann í vetur. Herra Asmundur Guðmundsson biskup íslands var viðstadd- ur skólauppsögnina, og flutti þar fagurt ávarp til hvatningar og blessunar fyrir nemendur og kennara. Fór þessi athöfn mjög hátíðlega fram. Föstudaginn 8. júní síðastliðinn létu nokkrir nemendanna til sín heyra í útvarpinu. Guðbjartur Eggertsson lék prelúdíu í d-moll eftir Bach, Jóna Kr. Bjarnadóttir kóralforleik „Ofan af himnum hér kom ég“ eftir Pachelbel. Hjálmtýr Hjálmtýsson söng kirkjuaríu eftir Alesandro Stradella. Guðmundur Gíslason org- anleikari annaðist undirspil. Þórunn Jónsdóttii- lék prelúdíu i g-moll eftir Bach, og loks Guðmundur Þorsteinsson prelúdíu 1 e-dúr eftir Bach. Þótti þetta takast vel. Kirkja íslendinga í Van- couver, B.C. Hin nýja kirkja ís- lendinga í Vancouver var tekin til notkunar á páskadaginn. Smíði kirkjunnar er nú að mestu lokið. Er hér um hið fegursta guðshús að ræða. Er gert ráð fyrir, að kirkj- an verði vígð 8. júlí n. k. um leið og kirkjuþing fer fram þar vestra. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson er prestur safnaðarins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.