Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 5

Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 5
KIRKJURITIÐ 387 ár. Því var heldur dræmt tekið og gjörðar við það nokkrar athugasemdir. En á fundi 1940 var stjórn Prestafélagsins fal- ið að undirbúa kirkjuþingsmálið og vinna að framgangi þess. Árið 1941 bar Magnús Jónsson prófessor fram á Alþingi frumvarp til laga um kirkjuþing fyrir þjóðkirkju Islands. Því var tekið vinsamlega og það talið ágætlega undirbúið. Hlaut það samþykki E.d. og einróma meðmæli menntamálanefndar N.d. En þetta dugði því þó ekki til sigurs, heldur féll það með jöfnum atkvæðum í N.d. Lokaáfangi í kirkjuþingsmálinu hófst með því, að það var tekið upp í kirkjuráði 1948 og á prestastefnunni þá um vorið. Seinna á árinu var frumvarp um kirkjuþing borið undir alla presta landsins. Svör komu frá 58 þeirra, 46 voru með þvi óbreyttu, 3 vildu smábreytingar, en 9 voru á móti. Síðan var það sent kirkjumálaráðherra 8. marz 1949 með beiðni um það, að hann legði það fyrir Alþingi. Áréttaði prestastefna þá ósk um vorið. En allt kom fyrir ekki. Á prestastefnu 1955 var kirkjuþingsfrumvarpið aðalmálið og framsögumenn þess séra Magnús Jónsson prófessor og séra Sveinn VikingUr skrifstofustjóri. Þessi ályktun var sam- þykkt: „1. Að vinna að því, að sett verði sem fyrst lög um kirkju- þing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju. 2. Að lögin verði í öllum meginatriðum samhljóða frum- varpi því, er fyrir liggur. 3. Að skora á rikisstjómina að flytja frumvarpið og fá það afgreitt sem lög frá Alþingi. 4. Að kjósa þrjá menn til þess, ásamt biskupi, að fylgja málinu fram og vera til ráðuneytis um breytingar þær, sem ráðherra kynni að vilja gera á frumvarpinu.11 Steingrímur Steinþórsson kirkjumálaráðherra lagði nú frumvarpið fram á Alþingi 1955—56, en það varð ekki út- rætt. Eftirmaður hans, Hermann Jónasson forsætisráðherra, bar það fram á næsta þingi. Hlaut það góðar viðtökur af þing- mönnum í öllum flokkum og meðmæli menntamálanefnda, sem fjölluðu um það. Var það samþykkt í báðum þingdeild-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.