Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 19

Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 19
KIRKJURITIÐ 401 legra hátíðarhalda. Boðað var hér þessu sinni til almennrar prestastefnu, og hafði eigi éður verið svo gert, frá því er biskupsstóll var niður lagður, eða í rúma öld, og aldrei fyrr en nú fyrir landið allt. Og sunnudaginn 10. júlí fór fram vígsla hins fyrsta vigslubiskups Hólastiftis, séra Geirs Sœmundssoimr. Hátiðina sótti mikill mannfjöldi hvaðanæva, leikra manna og lærðra, en þó sátu sjálfa prestastefnuna aðeins þrír prestar úr Skálholtsstifti forna, séra SigurSur P. Sívertsen, séra Þorsteinn Briem, þá í Görðum á Álfta- nesi, og séra Ólafur í HraungerSi, bróðir séra Geirs. En norðlenzku prestarnir voru því fleiri, eða rúmlega tuttugu talsins. Og þetta tækifæri notuðu þeir til að endurreisa félag sitt. Var það gert á sjálfri prestastefnunni að frumkvæði séra Hálfdárts GuSjónssonar, pró- fasts á Breiðabólsstað, en hann hafði skipað stöðu varaformanns í félag- inu eftir séra Davið Guðmundsson allt frá árinu 1904. Fékk málið góðar undirtektir og samróma álit allra að halda félaginu áfram, en séra Geir kosinn formaður. Og undir forsæti hans var svo næsti fundur liáður á Akureyri árið eftir, og er það til merkis um, að eigi var áhugi minni en áður, að þann fund sóttu fleiri prestar en sjálfa synodus kirkjunnar syðra um sama leyti. En nú hafa Hólar tekið við sem annar fundarstaður. Og hér halda prestamir fund sinn sumarið 1912. Þá lýsti séra Geir tilgangi presta- fundanna, að hann væri sá, að skerpa ábyrgSartilfinningu prestanna fyrir starfi sími og glœSa áhuga þeirra á því; og yrSi þeim tilgangi náS, mundu söfnuSirnir njóta góSs af, til andlegrar lífsglæSingar. Og vœnti hann þess, aS söfnuSirnir horfSu hlýjum augum til slíkra funda, og yrSi þaS prestunum hvatning til aS sækja þá. (Sbr. Nýtt kbl. 1912, bls. 179). Á þessum fundi hefst fyrst veruleg þátttaka séra GuSbrands Björns- sonar í félagsskapnum, og munaði þar drjúgum um liðsemd hans oft siðar, eins og kunnugt er, sem föður hans. Og þama flutti séra Stefán Krist- insson á Völlum erindi sitt, sem hann nefndi „Kirkjan brennur“, eftir þjóðsögunni, og lengi var í minnum haft. En í fylgd með séra Geir að norðan var þá annar merkisprestur, nýkominn til brauðs þar, og átti eftir næstu árin að vekja á sér mikla athygli vegna glæsimennsku sinnar og óvenjulegrar ræðusnilldar. Það var séra Þorsteinn Briem. Á Akureyrarfundinum 1914 ber og mest á honum við hlið séra Geirs og séra Bjöms í Miklabæ, séra Ásmundar Gíslasonar á Hálsi og fleiri. Og alveg vafalaust hafa allir þessir menn, og langflestir prestanna yfir- leitt, viljað óðfúsir halda félagsskapnum áfram. En nú líða samt mörg ár svo, að Prestaféags hins foma Hólastiftis er að fáu eða engu getið. 26

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.