Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 13

Kirkjuritið - 01.11.1958, Page 13
KIRKJURITIÐ 395 rekast ekkert á. Trúin er ekki einræðisleg; hún er í’rjáls at- höfn; hún virðir skynsemina, þótt hún leiði hana mildri hendi. Og eins og trúin er vinur skynseminnar, er Kirkjan vinur vísindanna. Hún virðir frelsið, aðferðir þess og megin- reglur, og grípur aðeins fram fyrir hendur þess til að forða því frá misgripum gegn trúnni.“ Svo virðist sem þeir, er þekktu Píus 12. bezt, gefi honum þessi eftirmæli: Hann lifði sem mikilmenni og dó eins og helgur maður. Enn komst Itali á páfastól, en hvorki Armeníumaðurinn Agagianian né Spellmann hinn ameríski. Ber hann páfa- nafnið Jóhannes 23. Var kosinn i ll.atrennu 28. október og krýndur með mikilli viðhöfn 4. nóvember. Flestir páfar hafa borið þetta nafn, en þó enginn hinna frægustu né atkvæða- mestu. Þeir hétu Leo, Innocentius, Benedikt, Píus, Georg eða Bonifatius. Hinn nýi páfi er kominn mjög á elliár, fæddur í Sottoil Monte í Bergamo-biskupsdæmi 25. nóv. 1881. Skírnarnafn hans er Angelo Giuseppi Roncalli. Fátækra manna að ætt- erni. Prestvígður 1904, biskup 1925. Oft sendifulltrúi páfa, einkum á Balkanskaga. Einnig hjá Menningar- og fræðslu- stofnun Sameinuðu þjóðanna í París. Skipaður patríarki í Feneyjum 1953 og kardináli síðar á sama ári. Eftirfarandi orð hans á fulltrúafundi í París 1952 lýsá honum nokkuð: „Yfir sigurvímu vísindanna skín og gnæfir friðarboðskapur Krists, sem geymir grundvallaratriði menningarinnar...... Nýjustu uppgötvanir og aðlöðunarhæfni þeirra eru mikil- vægar og vekja aðdáun. En það eitt nægir ekki mönnum til farsældar. Ekki til tímanlegra heilla, og því siður til and- legra . . . .“ Vafalaust er Jóhannes 23. vel lærður, laginn samninga- maður, stjórnvitur og lífsreyndur. En það mun vera almenn- ingsálit, að honum svipi meir til Píusar 10. en Leós 13. Sé postullegur í anda og mikill mannúðarmaður, fremur en stjórnskörungur og trúkennari. Því hefir hann ef til vill valið sér nafn postula kærleikans.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.