Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 34
Prófastshjónin í Miklabœ. Séra Björn Jónsson prófastur í Miklaboi. — Áldarminning. — Séra Björn Jónsson, prófastur i Miklabæ i Blönduhlíð í Skagafirði, var fæddur í Broddanesi í Strandasýslu 15. júlí 1858. Foreldrar hans voru Jón óðalsbóndi Magnússon og Guðbjörg Björnsdóttir, kona hans. Bjuggu foreldrar séra Bjöms raunsarbúi í Broddanesi um langt skeið. Broddanessystkinin voru ótta, sem upp komust, og var séra Björn yngstur bræðra sinna. En Guðbjörg rithöfundur í Broddanesi var yngsta systir hans. Broddanesheimilið var annálað myndar- og rausnarheimili, enda stóðu styrkar stoðir auðs og landkosta jarðarinnar undir hagsæld og myndar- brag heimilisins. Jón Magnússon í Broddanesi var maður geðprúður, starfsamur, ihug- ull og styrkur í lund, en Guðbjörg kona hans var skörungur mikill, hrein- lynd og hjartahlý, en ráðrík og ráðholl. Efnin voru nóg, enda voru mat- arföng og bjargræði flutt í burt frá heimilinu í hestburðum til þeirra, sem örðugast áttu uppdráttar í nágrenninu. Jón í Broddanesi var talinn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.