Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 30

Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 30
412 KIRKJURIT.IÐ gætissala og annarra slíkra? Eru ekki þess háttar sölubúðir, sem hafa mikil forréttindi, uppeldisstöðvar óhófs og munaðar? Margir segja þetta og oft er um það kvartað. En hingað til hefir það ekki borið neinn árangur. En samt er rétt að vekja máls á því enn, og aftur og aftur. Sannleikurinn er sá, að þetta er ómenningaratriði, einn vottur þess, hve við vorum lengi svo fátækir, að við gátum naumast veitt okkur neitt, nema helzt eitthvað smávegis til hátíðabrigða stöku sinnum á ári. Og nú förum við á þessu sviði að eins og kálfar, sem úr sveltu komast í töðuflekk. Þótt það hafi ef til vill þess vegna verið afsakanlegt allra fyrst eftir kreppuárin, að við yrðum sólgnir i sælgætið og „sjoppurnar“, er nú timi til þess kominn, að farið sé að njóta þessa skynsamlega. Og eitt er víst. Hér sem oftar mun það sannast, að sjaldan mun óhóf um alla ævi standa. Gróði hinna fáu af að selja börnum og unglingum ómælt sælgæti og gos- drykki, og venja þá á kráarsetur, vegur lítt gegn þeim meina- þunga, sem af því leiðir. Þess vegna á að fara að spyrna við fótum. Ekki með algjöru banni, lieldur skynsamlegum og sanngjörnum takmörkunum. ,,/Vií er Bleik brugðið . . Fátt hefir vakið meiri furðu fslendinga en viðbrögð rúss- neskra ráðamanna og rithöfunda, er Pasternak fékk Nóbels- verðlaunin. Annað eins ófrelsi og þvingun héldu margir að tilheyrði aðeins fortíðinni. Slikt er í beinni andstöðu við kristinn anda. Að vísu er algjört frelsi og ótakmarkað óger- legt á ritvellinum, eins og alls staðar annars staðar, og er skylt að taka það fram. En þess er skemmst að minnast, að á fyrra ári risu margir upp og létu sem óðir væru í nafni frelsisins — ritfrelsis og hugsanafrelsis —, er ég og aðrir mæltu gegn því, að klám og sorprit hefðu forréttindi, væru m. a. seld á þeim tíma og stöðum, þar sem bannað væri að selja Bibliuna og Fornritin. Fæstir, sem þá hófn upp Rama- kvein og töldu menningu og frelsi stefnt í voða, ef nokkuð

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.