Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 23
KIRKJURITIÐ 405 Það fundu þeir, sem hingað komu að vígslu séra Geirs 1910, þegar Hólastóll var aS vissu leyti endurreistur. Og um það vitnum vér, sem eigum héðan endurminningarnar um júli- dagana ógleymanlegu 1928 og frá vigsluhátíð séra Friðriks í ágústlok 1937. Vér höfum raunar aldrei komið hingað öðruvísi öll þessi ár, prest- arnir, en til hátiðarhalda i einhverri mynd. Og farið héðan aftur í livert sinn auðugri á margan hátt, hlýir í huga eftir samveruna við bræður og vini, og með aukið þor og nýjan starfsvilja. Og þannig er raunar sú endurminrdng, sem ég sjálfur á og geymi um félagsfundina alla nú í 30 ár, hvar sem þeir hafa verið háðir og haldnir. Mér finnst, að þeir hafi hver og einn orðið til þess, sem séra Geir nefndi forðum, að „skerpa ríbyrgSartilfinninguna fyrir starfinu og glœSa áhugann“. Og ég hygg, að oss öllum komi saman um, að þannig hafi félagsskapur vor lika orðið söfnuðum vorum til einhvers góðs. En þá var tilgangirrum náð. Og svo að lokum. Prestafélag hins forna Hólastiftis var á sinum tima furðu merkilegt fyrirtæki. Um frjáls félagsleg samtök presta var þá hvergi að ræða. Fyrir miðja öldina hafði séra Pétur Pétursson á Staðastað, síðar biskup, að vís” gert tilraun með slikt á Vesturlandi, en sú hreyfing orðið að engu. Og haustið eftir að Prestafélagið var stofnað, hóf séra Valdimar Briem áþekka starfsemi með prestum sinum í Ámesþingi, og stóð sá félagsskapur lengi með blóma. Annars er hliðstæðu þess, og ef til vill fyrirmyndar, einmitt að leita til séra Hjörleifs, sem líka barðist ötullega fyrir því að blása nýju lifi í héraSsfundina í sínu byggðarlagi. En nú er öld önnur. Með stofnun Prestafélags íslands 1918 og hinna ýmsu deilda þess síðar, og margvislegri kirkjulegri félagsstarfsemi, sem hrundið hefir verið af stað siðari árin, verður gerbreyting í þessum efnum. Og nú mætti því enn spyrja, hvort þörf vœri lengur á sérstöku presta- félagi i Hólastifti. Þeirri spumingu hefir oft verið svarað og aldrei öðruvísi en játandi hér heima fyrir. Og vér fögnum þvi, Norðanmenn, að viss viðurkenning kemur nú á sjálfstæði félagsskapar vors og tilverurétti einmitt frá Presta- félagi Islands. Þar emm vér að vísu líka félagar. En skoðum þó i dag prestana úr Skálholtsstifti sem gesti vora hér, fögnum þeim af alhug og þökkum þeim komuna hingað og öll bróðurleg skipti. Ég kallaði þetta lauslega erindi mitt „endurminningar og vonir“. Ég

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.