Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 47

Kirkjuritið - 01.11.1958, Síða 47
KIRKJURITIÐ 429 Ilöfðingleg gjöf. Stjórn Sjóvátryggingafélags Islands gaf á fertugs- afmæli sínu Hinu islenzka Biblíufélagi 15000 kr. Þakkar Biblíufélagið þessa miklu og fögru gjöf. Meginviögerö hefir farið fram á Sauðárkrókskirkju. Ný forkirkja byggð, stærri en áður var, einkum með tilliti til þess að koma fyrir vænt- anlegu pípuorgeli, og er hafin fjársöfnun í því skyni að afla þess. Hjónin Guðjón Sigurðsson bakarameistari og Ólína Bjarnadóttir og fjölskylda þeirra hafa gefið kirkjunni Guðbrandsbiblíu (ljósprentaða). ■>orstciim .lónsson rithöfundur (Þórir Bergsson) hefir gefið klukku í Mælifellskirkju til minningar um foreldra sína, séra Jón Magnússon og frú Steinunni Þorsteinsdóttur, og bróður sinn, dr. theol. Magnús Jónsson. Eru nöfn þeirra og gefandans letruð á klukkuna. Var gjafar þessarar minnzt við hátíðlega guðsþjónustu á Mælifelli 2. nóvember. Krlendar íréttir. Volkmar llerntricli biskup i Vestur-Þýzkalandi lézt nýlega af slysförum. Hann var tæplega fimmtugur, lærður vel og framkvæmda- maður mikill. Var m. a. í stjórn Alkirkjuráðsins. Itclgiskur muiikur, Georges Pire (f. 1910), fékk friðarverðlaun Nobels í ár. Hefir unnið mikið mannúðarstarf, einkum i þágu flóttafólks. Áttatíu ára aímadis ■•vcrárkirkju var nýlega minnzt með há- tíðarguðsþjónustu i kirkjunni. Ilátiðagudsþjóuusta í llóladómkirkju. Við messugjörð í Hóladómkirkju sunnudaginn 26. okt. s. 1. var vígt þar nýtt og vandað pipuorgel, sem ríkisstjórnin hefur hlutazt til um að kirkjan eignaðist. Þetta er 12 radda orgel, smiðað af oorgelsmiðunum I. Strarup & Sön í Kaupmannahöfn, sem er gamalt og vel metið fyrir- tæki. Forstjóri þess, herra Aksel Strarup, setti orgelið upp í kirkjunni á síðastliðnu sumri. Stendur það við vesturvegg kirkjunnar norðen megin dyra og prýðir mjög hina veglegu dómkirkju. Fyrir nokkrum árum mun Hólanefnd hafa fyrst vakið mál á þvi, að viðeigandi væri að pipuorgel væri sett í kirkjuna. Síðan beittu alþingis- menn héraðsins sér fyrir þvi, að Alþingi veitti nokkurt fé til orgelkaup- anna, þeir Steingrimur Steinþórsson þáverandi kirkjumálaráðherra og Jón Sigurðsson á Reynistað, en á Hólahátíðinni 1956 lýsti forsætis- og kirkju-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.