Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 46

Kirkjuritið - 01.11.1958, Side 46
428 KIRKJURITIÐ IlrœAralag, kristilegt félag stúdenta, gefur ekki út Jólakveðju að þessu sinni, en undirbýr útgáfu jólabókar næsta ár. I’resl svígsla. Sunnudaginn 19. október vigði biskup prestsvígslu Jón Bjarman guðfræðikandídat til Lundarsafnaðar í Manitoba, en söfnuður- inn þar hafði nokkru áður sént honum köllunarbréf. Fáum dögurn siðar fluttist séra Jón vestur með fjölskyldu sína. Islonzk (únlisl orlendis. Gunnar Thyrestam organisti og tónskáld lék íslenzka tónlist í Kirkju Heilagrar Þrenningar i Gávle, Sviþjóð, hinn 19. sept. s. 1. Eftirtalin verk voru flutt: Halldór Jónsson: Orgellag. Skarp- héðinn Þorkelsson: Andante. Hallgrimur Helgason: Nr. 21 og 24 úr Far- sælda frón — Organum II. Steingrímur Sigfússon: Partita (um ísl. sálma- lag úr Grallaranum), Prelúdia í e-moll, og Pastorale. — Gunnar Thyre- stam er mikill íslandsvinur. Hann er formaður sænska tónskáldafélagsins og hefir þrisvar sinnum fengið verðlaun frá sænska rikinu fyrir tón- smíðar sinar. S<‘x(u|isafma‘li átti séra Sigurður Einarsson í Holti 9. f. m. Fáum dögum síðar fór fram í Reykjavík bókmennta- kynning á verkum hans. Nírædisafinicli. Frú Álfheiður Briem, dóttir Helga lektors Hálf- danarsonar og ekkja Páls Briems amtmanns, átti níræðisafmæli ll.nóv- ember. Hún heldur vel andlegri atgervi sinni, sem er frábær. Ung ritaði hún undir prentun sálma föður síns. Engin kona á Islandi er nátengd- ari Prestaskólanum en hún. Jón biskup, bróðir hennar, var lektor Presta- skólans, eins og faðir þeirra, og mágar hennar tveir, þeir séra Eiríkur Briem og séra Sigurður P. Sívertsen prófessor. Kirkjuritið óskar þessari öldruðu ágætiskonu allrar blessunar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.