Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.11.1958, Qupperneq 43
Bœkur, Kcnnetli W. Gatland og Derek Dempster: Líf í alheimi. S.Sören- son íslenzkaði. Bókaútgáfan Norðri 1958. Þetta er merk bók á fleiri en eina lund og á mikilvægt erindi. Hún snýst um það tvennt, sem hugsandi menn spyrja fyrst og fremst um og telja sig mestu varða. 1 fyrsta lagi þekkinguna á alheiminum nú á morgni atómaldar, en hins vegar um, hvað ætla megi að búi að baki heimsins, hvort Guð sé til og hvað sé gildi trúarbragðanna. Höfundarnir lýsa skoð- unum sínum skýrt og skilmerkilega á þessum efnum, sem er mikill kost- ur. Fyrir það er bókin hverjum manni aðgengileg. Meginhlutinn er grein- argott yfirlit um heimsmynd visindanna eins og hún er i dag, eftir hin- ar mikilvægu uppgötvanir síðustu áratuga, afrek Einsteins og margra ann- arra afburðamanna, sem hafa mjög vikkað og dýpkað sjónarsvið vort og leyst nýja krafta úr læðingi. Beizlun kjarnorkunnar kemur hér einnig við sögu. Möguleikar hennar og ógnir. Ótal myndir eru þessu efni til skýr- ingar, ágætlega gerðar. Ein höfuðályktunin, sem draga má af visindalegri þekkingu nútimans, er sú, að „efnishyggjan“ í 19. aldar merkingu er raunar úr sögunni. Allt bendir til skapandi máttar, vitundar og vilja, að baki alls. Snjallyrði Voltaires: „Ef Guð væri ekki til, bæri nauðsyn til að búa hann til“, er enn sannara nú en þá. Allt verður æ óskiljanlegra án Guðshugmyndarinnar. 1 siðustu köflum bókarinnar ræða höfundar nokk- uð sannindi og gildi trúarbragðanna. Þeir halda hiklaust fram, að þau feli í sér eilíf sannindi, og veiti lausnina á erfiðustu viðfangsefnunum. Þvi að „Gallinn, kæri Brútus, liggur ekki í stjömunum, heldur í oss sjálfum . . .“ Hinu er ekki að leyna, að höf. taka ómjúkt á þröngsýni og kreddufestu, ofstæki og yfirborðshætti margra trúaðra innan allra trúarbragða og trú- arflokka. Ég tel og réttmæta þá ásökun þeirra, að sannleiksástin og mann- úðin hafi ekki ævinlega né alls staðar verið aðaleinkenni presta né trúboða, hvað þá allra kristinna manna, og að ytra prjál og varajátningar séu helzt til tiðar og almennar. Vér kirkjunnar menn megum ekkert frekar staðna i orðtökum né fjötrast í formum en vísindamennirnir eða aðrir leitendur og boðendur sannleikans. Það er ef til vill skaðsamlegasta mein þessarar aldar, hve kirkjan er á ýmsum sviðum gamaldags í hinum nýja heimi. Sú viðurkenning varpar engri rýrð á þau sannindi, sem hún á, og ekki eru i neinni hættu. Auðvitað stikla höfundar hér á stóru og fara

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.