Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.11.1958, Blaðsíða 27
KIRKJURITIÐ 409 an hátt fastara undir fæti en fyrri kynslóðir. En hún hjúp- aði himininn þoku. Það varð furðu algeng skoðun, að vís- indin hefðu afsannað tilveru Guðs. Og að þau hefðu sýnt fram á, að Biblían væri litlu eða engu merkari hók en mörg önnur fornrit, t. d. Kviður Hómers eða rómverskar goðasagnir. Það er fyrst nú upp á síðkastið, að menn eru á ný teknir að átta sig á því, að vísindin fjalla ekki um trúna og geta ekki lagt neinn dóm á það, hvort Guð er til eða ekki. Og Biblian er að byrja að ryðja sér til rúms á ný sem opinberunarbók. En samt er lítill trúaráhugi meðal þjóðarinnar, lítil andstaða að vísu líka, en mest um afskiptaleysi. Foreldrar kenna ekki börnum sínum margar bænir, enda biðja þau þær almennt ekki sjálf margar daglega. Þetta er ekki sagt hér sem ásökun, heldur aðeins vegna þess, að ég er þeirrar trúar, að það sé rétt, og mun gleðjast yfir því, verði það afsannað. Foreldrar eru heldur ekki svo vel að sér í kristn- um fræðum né hafa slikan áhuga á þeim, að þau kenni böm- um sínum þau að verulegu ráði. Og foreldrar venja börn sín ekki almennt á kirkjugöngur sakir þess, að þau fara sára- sjaldan í kirkju sjálf. Að forráðamönnum fræðslumálanna alveg ólöstuðum virð- ist mér heldur ekki unnt að halda því fram, að þeim sé það einna mesta áhugamálið að efla kristinfræðikennsluna. Og ég held, að það komi eðlilega af því, að þeir telji annað enn þarfara, sem verði að sitja í fyrirrúmi. Menn fylgja þar sinni sannfæringu og lögum og reglugerðum og verða því ekki sak- aðir fyrir. Hverja þarf helzl áð krislna? Svona er þetta. Kristindómurinn skipar hér ekki það rúm, sem skyldi. Mér finnst það ekki æskilegt fremur en ýmsum öðrum. En hvað er til ráða? Frá því að ég byrjaði prestsskap, hefi ég heyrt lærða og leika segja eitthvað á þá leið, að fullorðna fólkið sé tapað kirkjunni, þess vegna verði prestarnir að ala sér upp söfnuð

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.